Úr einu í annað.

Ég ætla  nú að byrja á því að segja frá því að við skruppum á eldriborgara dansleik á sunnudagskvöldið. Mikið er ég fegin að skemmta mér jafn vel með eldri borgurum og yngri borgurum. Möguleikarnir á góðri skemmtun eru nefnilega miklu meiri með þeim eldri . Við hittum þarna nokkra vini okkar úr dansinum og skemmtum okkur mjög vel. Þetta var síðasti dansleikurinn fyrir sumarleyfi en svo byrjar ballið aftur um miðjan ágúst og mikið hlakka ég til að vita að á hverju sunnudagskvöldi verður hægt að komast á dansleik næsta vetur.  Nú er bara að styrkja sig ennfrekar í ræktinni svo bakið svíki ekki aftur eins og í vor og skella sér svo í dansinn af fullum krafti. Snúast í ótal hringi í völsum, rælum, polkum og marsúkum og endurnæra þannig sál og líkama.

 Ég sagði að þetta yrði úr einu í annað svo ég held bara áfram.

Við ákváðum að skreppa í bíltúr um Kársnesið eitt fallega kvöldið í síðustu viku. Við litum aðeins inn hjá henni Ingu svilkonu minni en Einar mágur var á kynningarfundi vegna nýrrar byggðar á Kársnesinu.

Kvöldkyrrðin var einstök og eftir að sitja smástund hjá Ingu og drekka með henni kaffisopa þá héldum við ferð okkar áfram og ókum út að höfninni á Kársnesinu. Ég ætla bara að láta myndirnar tala því á þeim sést hvað þetta var fallegt kvöld.

kopkv1.jpg

kopkv2.jpg

kopkv3.jpg

Það er auðvitað ekki alltaf sól og blíða í Kópavoginum því í gær var veðrið svona

 heims2.jpg

og við sem vorum að fá í hádegissnarl erlenda gesti, sem eru í heimsókn
hjá Eddu systur minni og Jóni Inga þessa dagana.

Hér eru þau Alan, Sylvia, Edda og Jón Ingi.
Við Oddur heitinn kynntumst  þessuum ágætu ensku  vinum þeirra
þegar við bjuggum í Englandi  1975 og 1976, en ég hef ekkert hitt þau síðan þá.
heims1.jpg

Svo ætla ég í lokin að setja hérna inn mynd af honum litla nafna mínum. Myndina tók ég um daginn þegar hann kom í heimsókn til mín í Bubba Byggir bolnum sem tengdamamma, langamma hans, málaði sjálf á og gaf honum í jólagjöf um síðustu jól. Hún hefur örugglega vitað að þetta yrðu hennar síðustu jól og hún lagði hart að sér til að klára að mála á boli handa öllum litlu langömmubörnunum sínum og gefa þeim í jólagjöf.

Hér er minn módel fyrir ömmu.
Hann hélt höndunum fyrir aftan bak
svo Bubbi Byggir sæist betur.

ragnarf.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Úr einu í annað.

  1. Katla says:

    Þetta er nú meiri myndarpilturinn hann nafni þinn! : )

  2. Ragna says:

    Já, hann er fallegur þessi elska með brúnu augun sín og lokkana sem á að fara að klippa.

  3. Sigurrós says:

    Hann tekur sig vel út í langömmubolnum! Ég hlakka til þegar Ragna Björk verður orðin nógu stór til að passa í sinn svona bol, kisubolinn frá langömmu 🙂

  4. Svanfríður says:

    Fallegur drengur stoltur í fína bolnum sínum.

Skildu eftir svar