Að vera snöggur að framkvæma.

Stundum gerum við eitthvað nánast alveg fyrirvaralaust. Þannig atvikaðist það að við fórum austur á Borgarfjörð í síðustu viku.  Systir Hauks sem þar hafði verið ein í nokkra daga hringdi í bróður sinn og sagði okkur endilega að koma því veðrið væri alveg frábært og svo væri gott að fá félagsskap.

Við létum ekkert dekstra okkur meira og hentum einhverju dóti niður í tösku og lögðum af stað snemma næsta morgun.

 

Ekki reiknuðum við h-eldriborgararnir nú með því að lenda síðan á Popptónleikum. En svo fór nú samt að við fórum á hina alkunnu tónleikana í Bræðslunni á Borgarfirði eystra og hlustuðum þar m.a. á Magna, Damien og Eyvöru.  Ég var svo stálheppin að elstu barnabörnin mín voru á staðnum með pabba sínum og fleira fólki og hann gaf okkur aukamiða sem hann var með á tónleikana auk þess að gera okkur annan stóran greiða.
Ef þú sérð þetta blogg Siggi þá þakka ég enn og aftur fyrir okkur.  Þetta var mjög skemmtilegt og stemningin mikil. Það var auðvitað miklu meira gaman að hafa miða og geta kíkt inn í sjálfa tónleikahöllina (sem er mjög sérstök sbr. myndina hérna fyrir neðan), en við höfðum upphaflega ætlað okkur að vera bara þarna fyrir utan eins og svo margir aðrir.

 

Íbúafjöldi bæjarins fór um helgina úr um 200 manns í um 2000 manns og það var tjaldað og lagt húsbílum, fellihýsum, tjaldvögnum og hvað þetta heitir nú allt saman, á hvern lófastóran blett í bænum og stemningin var mikil. Veðrið var eins yndislegt og hægt er að hugsa sér og mikið var af fjölskyldufólki og ótrúlegt hvað allt gekk stórkostlega vel.  Það var sungið og spilað fyrir utan nánast hvert hús langt fram á nótt í veðurblíðunni bæði kvöldin, en ekki þurfti á neinum afskiptum lögreglu að halda og ekki höfum við heyrt um neina pústra eða annað.

 

Föðurafi Karlottu og Odds Vilbergs, og Silla föðurystir 
þeirra sungu nokkur lög fyrir tónleikana og héldu uppi fjöldasöng
fyrir gesti á aðal tjaldstæðinu

borgfj1.jpg

Hér er fólk á leið í tónleikahöllina, Bræðsluna. 

borgfj2jpg.jpg

Flottara skilti um bann við innakstri hef ég aldrei séð. 

borgfj4.jpg 

Hugsanlega var ekki ætlast til þess að fólk væri að

skoða tónleikahöllina að aftanverðu, en sumir voru
með nefið niðri í öllu og myndavélina til taks.  
Hér má sem sé sjá tónleikahöllina baksviðs

og gestina vinstra megin á myndinni.

borgfj5.jpg

Af því ég hef alltaf verið Magna aðdáandi þá
gerði ég tilraun til þess að taka mynd af honum á sviðinu
en þar sem engin birta var í salnum er útkoman þessi. 

borgfj3.jpg

Það sem veðrið í Reykjavík er svo rosalega gott þessa dagana, þá hef ég ekki haft tíma till þess að setja inn í albúm myndir úr ferðalaginu okkar en geri það næst þegar rignir
svo nú er bara að fylgjast með veðurspánni.  

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Að vera snöggur að framkvæma.

  1. svanfríður says:

    Svona á að skemmta sér:)

  2. þórunn says:

    Alveg frábært
    Ég sé að þetta hefur verið frábær ferð hjá ykkur og gaman að lenda á „Bræðsluballi“
    Það er um að gera að nota hvert tækifæri til að upplifa eitthvað nýtt. Gott hjá ykkur.
    Bestu kveðjur

    Þórunn

  3. Hulla says:

    Frábært að þið skemmtuð ykkur vel 🙂
    Og það er nú ekkert leiðinlegt að komast á svona tónleika. Alltaf visst upplifelsi.
    Knús og kossar á ykkur.

Skildu eftir svar