Svona fór um sjóferð þá,

en þegar allir koma heilir heim ber að fagna.  Vitanlega fögnum við af öllu hjarta strákunum okkar þegar þeir koma  heim úr þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í þarna  í Peking. Þeir hafa staðið sig alveg frábærlega og bara það að koma heim með silfur af Olympíuleikum er hvílíkt afrek. Þó að Frakkar hafi farið heim með gullið dregur það ekki úr afreki okkar stráka. Ég fann svo til með þeim þegar þetta gekk ekki upp hjá þeim í dag, og vitanlega voru þeir sárir og svekktir í leikslok, en vonandi jafna þeir sig fljótt á því og njóta sigranna sinna og silfursins . Við megum ekki gleyma því að handboltastrákarnir okkar koma frá þjóð sem aðeins telur 300 þúsund íbúa á móti milljónaþjóðunum  sem þeir hafa verið að sigra.

 

Til hamingju með sigrana og silfrið.

Áfrram Ísland.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Svona fór um sjóferð þá,

  1. þórunn says:

    SILFUR
    Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, auðvitað á bara að fagna drengjunum eins og hetjum og taka vel á móti þeim.
    Bestu kveðjur
    Þórunn

  2. Katla says:

    Guðmundur landsliðsþjálfari komst svo vel að orði þegar hann sagði að liðið hefði ekki tapað gullinu heldur unnið silfrið!
    Kær kv.

Skildu eftir svar