Elliglöp eða…..

Ég hélt í dag að nú væri ég komin með alvarleg elliglöp. Ég var að bíða eftir útvarpsfréttunum klukkan fjögur, var ekkert sérstaklega að hlusta á auglýsingarnar, en hrökk við þegar ég heyrði allt í einu auglýsingu sem hljóðaði þannig: "Jólahlaðborð – Skíðaskálinn Hveradölum". 

Mig rak í rogastans, ekkert farin að þrífa eða baka fyrir jólin, hvað þá kaupa jólagjafirnar.
Ég fór að spá í hvort ég hefði kannski misst minnið og ég misst úr margar vikur, það væri kominn desember, alla vega nóvember. En, sem betur fer slapp ég með skrekkinn í þetta sinn því við nánari athugun er bara 10. september.

Ja hérna- ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Elliglöp eða…..

  1. Hulla says:

    Hahahaha
    Var tetta ekki grín???
    Er strax farid ad auglýsa jólahladbord?
    Knús til ykkar.

  2. Rakel says:

    Þeir hafa greinilega keypt svona „árstíðapakka“ fyrir allt árið hjá útvarpsstöðvunum!! Eru búnir að auglýsa grimmt í sumar:
    „Brúðkaup – Skíðaskálinn.“
    Ekki menn margra orða þarna uppfrá!

  3. Ragna says:

    Þetta er sko fúlasta alvara.Það er alveg svakalegt að hrella mann svona. Ætli ég biðji ekki um ókeypis á jólahlaðborðið fyrir að gera mér svona bylt við. Ha,ha.

  4. afi says:

    Ja hérna.
    Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.

  5. ekki er ráð…
    Þeir gerðu þetta í fyrra líka, og nú bíð ég bara eftir IKEA. Fer alveg að koma að þeim. Rugl. Kær kveðja í bæinn.

  6. Katla says:

    Já, nú getum við beðið spenntar eftir því hvaða búð fer fyrst af stað með jólaskrautið – enda ekki seinna vænna; Þ

  7. þórunn says:

    Ekki skal mig furða að þú hafir hrokkið við, það ætti bara að banna svona auglýsingar í september. Var ekki búið að gera samkomulag um að byrja ekki að spila jólalögin fyrr en í desember, eða var það nóvember??
    Kveðjur frá okkur Palla,
    Þórunn

Skildu eftir svar