Alveg ótrúlegt!

Ég er svo sár og reið að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð.  Ég fór til Reykjavíkur í saumaklúbb í kvöld sem er nú ekki í frásögur færandi en á miðju kvöldi hringdi Edda systir mín til mín og sagði að nágrannakona sem býr á móti mér hefði séð þegar bíll kom og út fóru menn og hirtu mylluna mína. Gömlu góðu mylluna sem foreldrar mínir keyptu á Borgundarhólmi fyrir meira en 30 árum og var búin að vera í garðinum á Kambsveginum öll árin þar til ég flutti hana með mér hingað. Ég bara trúi ekki að til sé fólk sem ætlar að punta upp hjá sér með svona illa fengnum hlut. Edda hafði samband við lögregluna og hún heldur að þeir sem hafi stolið þessu muni koma því í verð, líklega í Kolaportinu. Ef einhver fer nú í Kolaportið og rekur augun í þessa myllu þá bið ég hinn sama að hafa samband við mig eða lögregluna því það er engin önnur mylla til á Íslandi sem er eins og þessi.  Ég hafði ætlað mér að gista í borginni en dreif mig bara beint austur. Ég vildi alla vega vera viss um að innbúið yrði ekki hirt af mér líka. Ég er ansi hrædd um að mér verði ekki mjög svefnsamt í nótt. Ég læt þó þessi skrif duga í bili.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Alveg ótrúlegt!

  1. Anna says:

    Svei þessum þjófum!
    Ég vona svo sannarlega að þú fáir mylluna þína aftur óskemmda!!! Kveðja, Anna Sigga

Skildu eftir svar