Allt annað en til stóð.

Enn rignir. Það er sko ekki hægt að kvarta yfir vatnsleysi þarna uppi, ef marka má allt það regn sem yfir okkur hellist dag hvern. Annars finnst mér við nú ekki geta kvartað þó það komi svona smá vætutíð eftir þetta góða sumar.  Veðrið er afskaplega milt og ekkert frost enn, þó komið sé á seinni hluta september.   

Í bernskuminningunni var september svo sólríkur og fallegur mánuður og aðeins farið að frysta  þannig að þegar maður kom út á morgnanna og andaði frá sér kom eins og gufa út í andrúmsloftið. Ég tengi þessa minningu fyrstu skóladögunum á haustin þegar ég var að fara gangandi út í Langholtsskóla. Kannski er bernskan mín bara svona umvafin góðum minningum að þegar ég sé mig fyrir mér á þessum árum þá var allt svo bjart og fallegt.

Mikið er nú yndislegt að hafa átt svo góða bernsku að það sem upp úr stendur í minningunni skuli vera umvafið slíkri birtu.

—————–

Enn og aftur gerist það að ég sest við tölvuna til að setja inn smá pistil, en hugurinn tekur allt aðra stefnu en lagt var upp með og fingurnir hlýða í blindni og skrásetja það sem hugurinn reikar um.

Ætli ég taki ekki smá pásu og komi mér úr sólríkum bernskuminningunum og til veruleikans aftur. Ég ætla aðeins að skreppa út og anda að mér þessu raka haustveðri sem boðið er uppá núna. Ég bið bara að heilsa í bili.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Allt annað en til stóð.

  1. þórunn says:

    Það er gott að hafa átt góða æsku og geta yljað sér við minningarnar. Ég kannast við svona hugrenningar þegar það kemur allt annað á skjáinn en ég lagði upp með, um að gera að láta skriftirnar flæða.
    Þakka þér fyrir bréfið, það var gott að fá þessa áminningu, ég þarf að lagfæra ýmislegt í eldhússkápunum hjá mér.
    Bestu kveðjur
    Þórunn

Skildu eftir svar