Kveðjustund.

Það er falleg veðurspáin fyrir austurland á fimmtudaginn Spáð er heiðríkju og 10° hita. Í þannig veðri er Borgarfjörður eystra fallegasti staður sem hægt er að hugsa sér. Hún Sigríður mamma hans Hauks á svo sannarlega skilið að það verði slíkt veður þegar hún verður lögð þar til hinstu hvílu í litla kirkjugarðinum á bernskuslóðum hennar í Bakkagerði.

Ef veðurspáin gengur eftir á ég von á að það verði svona friðsælt og fallegt að horfa út á sjóinn á fimmtudaginn.
Húsið hennar Sigríðar stendur beint upp af hafnargarðinum sem við sjáum á myndinni. Hún sá því út á hafið og gat fylgst með því  þar sem hún stóð við eldhúsgluggann sinn, þegar bátarnir ýmist fóru eða komu úr róðri og lönduðu afla sínum þarna við gamla hafnargarðinn. Það er ekki alltaf svona fallegt veðrið þarna frekar en annarsstaðar og oft hefur sjálfsagt verið áhyggjusvipur á andliti hennar þegar hafið ólgaði og beðið var eftir því að bátur kæmi heill í höfn.

borgf_haust.jpg

Ég fer austur og kveð hana Sigríði með þökk í hjarta
fyrir að hafa fengið að kynnst henni.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Kveðjustund.

  1. Svanfríður says:

    Kæri Haukur og Ragna. Ég samhryggist vegna lát móður og tengdamóður. Það var fallegur pistillinn um tengdamóður þína og Borgarfjörðinn.
    Góða ferð austur Ragna mín og hafið það sem best.

  2. Katla says:

    Samúðarkveðja til ykkar Hauks.
    Vona að dagurinn verði fallegur og friðsæll.

  3. Anna Kristín Runólfsdóttir (Zeuge) says:

    Kondu sæl Ragna,
    Ég heiti Anna Kristín og bý í Bandaríkjunum.
    Mig vantaði kleinu uppskrift, og fleira, svo að ég hringdi í systir mína, Lindu, og hún sendi mér veffang þitt. Þetta er flott veffang og ég á eftir að njóta þess að skoða bæði uppskriftir og myndir.
    Þakka þér kærlega þetta tækifæri.
    Kær kveðja,
    Anna Kristín.

  4. Ragna sjálf says:

    Þakka ykkur enn og aftur fyrir góðu kveðjurnar.
    Anna Kristín ég býð þig bara velkomna hér í heimsókn hvenær sem þú óskar og vonandi getur þú nýtt þér það sem á boðstólum er. Ef þú ert systir hennar Lindu „okkar“ þá bið ég fyrir góða kveðju og sakna þess að hún er hætt að blogga.

Skildu eftir svar