Erfiðast að finna fyrirsagnir :)

Ég hef verið að stússa ýmislegt í dag. Sótti Stóru garðabókina á bókasafnið´, sótti filmu í framköllun svo skruppum við Haukur með afmælisgjöf sem Sigþór þeirra Selmu og Jóa átti að vera fyrir löngu búinn að fá. Við stoppuðum góða stund hjá Selmu og Jóa og voru þau að segja okkur frá ferðalagi sínu kringum landið, en þau eru nýkomin heim úr því.


Guðbjörg fór með Odd í einhverskonar magaspeglun. Það var þrædd slanga í gegnum nefið á honum og niður í maga og síðan á hann að vera með þetta í sólarhring. Hún leit svo við þegar hún kom austur aftur og var hann þá með slönguna límda við nefið og með heilmikið mælitæki í hliðartösku. Í hvert sinn sem hann borðaði þurfti að ýta á einhverja takka á tækinu og síðan á aðra takka þegar hann væri hættur að borða. Hann var ótrúlega brattur með þetta en fannst ekki gott að kyngja en kvartaði þó ekki. Hann þarf síðan að sofa í ermalöngum bol og hafa bundið fyrir framan hendurnar svo hann dragi ekki slönguna til í svefni. Ég hugsa nú að Guðbjörg mín sofi ekki mikið í nótt. En vonandi tekst þetta svo ekki þurfi að gera þetta aftur.


Við Haukur skruppum seinni partinn í bíltúr niður á Stokkseyri og þaðan með ströndinni út að Villingaholtsvegi og fórum þar ýmsa hringi.  Við höfum ekki ekið þessa leið gegnum Villingaholtið áður.  Þegar við komum heim dreif Haukur sig svo í að grilla en við gátum nú ekki borðað úti því það var svo hvasst, en seinna í kvöld gátum við þó sest út og drukkið kvöldkaffið þegar allt var dottið í dúnalogn en þá sátum við í a.m.k. klukkutíma úti. Linda, Jóhann og Bjarki komu við um kvöldmatarleytið en þau voru á leiðinni í Sælukot og færðu mér svo falleg samúðarblóm.


Angela og Alick vinir mínir í Englandi voru að bjóða okkur Guðbjörgu að koma til sín í sumar. Ákveðið vr að við færum út 17. júlí og yrðum þar til 22. júlí. Þau sögðust sækja okkur á þann flugvöll sem við kæmum á hvar sem hann svo sem væri. Ég valdi nú Heathrow því það er styst fyrir þau að fara þangað. Við fengum svo fínt fargjald hjá Flugleiðum. Frábært að geta bókað sig svona á netinu. Maður fær bestu fargjöldin þannig.


Nú er best að koma sér í rúmið til þess að vera tilbúinn í sólbaðið á morgun 🙂

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar