Betri tíð.

Já nú er komin betri tíð – en þó ekki með blómum í haga.  Það er sem betur fer orðið fært til þess að fara út að ganga eins og við Haukur höfum gert bæði í gær og í dag. Maður verður reyndar að vera vel skóaður því stundum þarf að vaða vatnselginn en þetta er yndislega hressandi.  Selma og Jói buðu mér í kaffi á sunnudaginn. Það var ósköp notalegt eins og alltaf að koma til þeirra. Selma er að ná sér eftir mikla aðgerð  á hálsliðum. Það lítur út fyrir að þetta hafi heppnast vel en það er talsverð áhætta að fara í svona aðgerð en þetta lofar allt góðu.


Haukur keypti almennilega snjóskóflu handa mér svo nú er ég betur búin undir næstu snjóalög.


Hann Unnsteinn, uppáhaldið okkar mæðgna, lagði af stað í gær til ársdvalar sem skiptinemi á Nýja Sjálandi. Það er sko ekkert smá ferðalag – tekur yfir 30 tíma. Það hlýtur að vera svoldið erfitt að fara einn svona langt út í heim til að vera þar í eitt ár. Sérstaklega þegar maður kemur úr svona samheldinni fjölskyldu eins og Unnsteinn gerir. Ég óska honum bara alls hins besta.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar