Dagurinn í dag.

Ég hef haft sama bókamerkið í bókunum mínum í langan tíma. Ég er nú yfirleitt svo spennt fyrir lesefninu í bókinni sem ég les hverju sinni að ég hef ekkert verið að spá í textann á bókamerkinu nýlega. Ég fór hinsvegar að lesa hann aftur í morgun og  ætla að birta hann hér.

Dagurinn í dag
er dagurinn þinn.

Þú getur gert við hann
hvað sem þú vilt.

Gærdaginn áttir þú
honum verður
ekki breytt.

Um morgundaginn
veist þú ekki neitt.

En daginn í dag átt þú
Gefðu honum allt
sem þú megnar.

Svo að einhver
finni í kvöld
að það er gott
að þú ert til.

Svo mörg voru þau orð.   GÓÐA NÓTT.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Dagurinn í dag.

  1. afi says:

    Góð vísa
    Góð orð í tíma töluð og eiga alltaf við. Aldrei er góð vísa of oft kveðin.

  2. Katla says:

    Þetta gæti vart sannara verið!
    Eigðu góða helgi Ragna mín: )

Skildu eftir svar