Ýmsar sendingar í gangi.

 Þessa fékk ég senda í morgun og ætla að leyfa ykkur að lesa líka.

 Þegar maður hringir á Klepp þá kemur sjálfvirkur símsvari:

"Þú ert kominn í samband við Klepp.
Ef þú hefur fjárfest í íslenskum bönkum, ýttu þá á einn.
Ef þú ert farinn að hamstra matvæli í Bónus, ýttu á tvo.
Ef þú heldur virkilega að einhver verði látinn sæta ábyrgð á hruninu, ýttu á þrjá.
Ef þú treystir stjórnmálamönnum og öðrum íslenskum amatörapaköttum til að leysa úr vandanum, ýttu á fjóra.
Ef þér finnst skynsamlegt að sömu hlandaularnir sem áttu stóran þátt í hruninu, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin, sjái um uppbygginguna, ýttu á fimm.
Ef þú heldur að krónan sé gjaldgengur gjaldmiðill, ýttu á sex.
Ef þú ert búinn að gleyma lofræðum forsetans um útrásarkrimmana, ýttu á sjö.

Ef ekkert er valið þá verður þér gefið samband við útibúið við Austurvöll.
Þú ert númer 168.537 í röðinni."

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Ýmsar sendingar í gangi.

  1. Svanfríður says:

    Tíhíhíhí

Skildu eftir svar