Hið eiginlega ríkidæmi.

Þakka ykkur öllum fyrir afmæliskveðjurnar.  Það er svo notalegt að fá góðar kveðjur frá góðum vinum.

Ég hef haft það ósköp notalegt og gott í dag og svo bauð Haukur mér rosa fínt út að borða í kvöld, en það gerir hann yfirleitt alltaf á afmælisdaginn minn.  Ég frestaði því þess vegna til morguns, að fá dæturnar, tengdasynina og barnabörnin í mat til mín.  Á morgun verður því annar í afmæli og ég hlakka mikið til að fá þau öll hingað til mín. Það er liðin tíðin þegar við vorum  pinkulitla fjölskyldan á Kambsveginum,  því  því nú erum við orðin tíu við matarborðið.

Já, hið eiginlega ríkidæmi  felst ekki í peningaeign því ekkert er dýrmætara en það, að eiga góða fjölskyldu og sanna vini.

Sæl og ánægð með góðan dag þá býð ég Góða nótt.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Hið eiginlega ríkidæmi.

  1. afi says:

    Betra seint en aldrei.
    afi fylgist ekki vel með, en innilegar hamingjuóskir.

  2. Sigrún Sig says:

    Sæl Ragna! Má til með að óska þér til hamingju með afmælið – þótt seint sé! Þú mátt svo sannarlega vera stolt af þínu ríkidæmi. Kveðja frá Köben, Sigrún

  3. Mælt þú manna heillust. Kær kveðja í bæinn.

Skildu eftir svar