Vikunni

lauk á alveg einstaklega skemmtilegan hátt í dag þegar við afkomendur mömmu minnar í kvenlegg, það er að segja þær sem eru orðnar 10 ára og eldri hittumst, að þessu sinni hérna hjá mér.  Reyndar fékk einn fjögurra mánaða herramaður undanþágu að vera með okkur vegna þess hvað hann er háður móður sinni, sem geymir alla hans næringu. Það var nú ekki leiðinlegt að fá þennan litla prins með í samkvæmið eins og sést á myndunum hér.

Hér er smá sýnishorn

fraenkur08.jpg

Þetta er alveg einstaklega skemmtilegur siður hjá okkur frænkunum. Við hittumst a.m.k. einu sinni á ári. Fram að þessu höfum við föndrað þegar við hittumst en það getur verið svolítið snúið ef það er plássfrekt föndur sem á að vera með svo nú taka bara þær sem vilja með sér föndur eða handavinnu. Það  fjölgar ár frá ári í hópnum og nokkrar ungar dömur eru nú á biðlistanum.

Mér fannst tilvalið að velja þennan sunnudag fyrir hittinginn því í dag er dagur íslenskrar tungu og afmælisdagur Símoníu föðurömmu okkar Eddu en hún var vön því að vera ekkert að skafa af íslenskunni ef henni lá eitthvað á hjarta.

Kæru frænkur, ef þið ratið hérna inn þá segi ég bara takk fyrir samveruna.  Ég er búin að setja inn myndirnar sem voru teknar í dag. Sem betur fer sá Sigurrós um myndavélina því afraksturinn hefði líklega orðið rýr annars.

———————————————-

Nú erum við skötuhjúin búin að horfa á danska þáttinn Sommer og mál að fara að skríða í rúmið.  Á morgun fer ég síðan í saumaklúbb svo það er nóg að gera við að borða tertur og brauðrétti. Best að ýta vigtinni betur undir skápinn á baðinu.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Vikunni

  1. Linda says:

    Það er virkilega sniðugt að hafa svona frænkuhitting og eiginlega bara nauðsynlegt, því oft þegar kynslóðarbilið lengist, því minni er samgangurinn..
    Gaman að skoða myndirnar og hann litli prins á myndunum er alger draumur í dós.. Þvílíkt krútt..
    Og má ég bara svona rétt í lokin segja hvað heimilið þitt er ofboðslega hlýlegt og fallegt..

    Bestu kveðjur,
    Linda

  2. Svanfríður says:

    Ég segi það sama og Linda, svona hittingur er í raun nauðsynlegur og örugglega alveg ofboðslega skemmtilegur. Hafðu það gott og góða skemmtun í saumaklúbb.

  3. Dóra says:

    Sæl Didda og takk kærlega fyrir mig þetta var mjög gaman og þvílíkt veisluhlaðborð sem þú bauðst uppá ég held ég sé bara ennþá södd,
    kv Dóra

  4. Katla says:

    Þetta er sannarlega góður og skemmtilegur siður, sem þjappar kvennleggnum saman. Enda sést það á myndunum sem eru afskaplega fínar: )

  5. Þetta er skemmtilegur og fallegur siður. Þarna er líka fallegt og gott fólk á ferð. Kær kveðja í bæinn.

Skildu eftir svar