Arg og garg

Ég er búin að sitja hérna og eyða allt of löngum tíma í að skrifa færslu um þrjú atriði sem ég byrjaði á að taka mér fyrir hendur í gær og öll fóru út um þúfur. Ég hélt nú að máltækið væri  "Allt er þá þrennt er" en þegar ég ætlaði að fara að smella á að staðfesta færsluna áðan, þá hef ég rekið mig í eitthvað því síðan datt út og þegar ég ræsti hana upp aftur var allt horfið. 

Ég er sko ekki í stuði að byrja á færslunni aftur, get bara alls ekki hugsað mér það.  Ég ætla heldur að nota tímann og byrja á því sem ég ætlaði að gera í gær og nú skal það sko takast betur.  Nú gildir ekkert annað en að fara í Pollýönnugírinn.

Elskurnar mínar njótið vel helgarinnar.
Nú fara heimilin að anga af bökunarlykt og
það styttist óðum í að ljósaseríur lýsi upp skammdegið.

Verum bjartsýn og gerum hvern dag góðan.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Arg og garg

  1. afi says:

    Draugagangur?
    Hvað er í gangi? afi sendi þrjú mail í gær þar á meðal eitt til Danmerkur. Ekkert þeirra komst til skila. Þar að auki hurfu þau líka útúr tölvunni hans afa. Varð að byrja upp á nýtt í dag. Þá gekk rófan.

  2. Svona lagað er náttúrulega óþolandi. Kannski fer maður hringinn og fer að skrifa með sjálfblekungi og nota póstinn! Úff. Kærust kveðja og góða helgi.

  3. Katla says:

    Eigðu góða helgi Ragna mín kær.
    Hlakka til að lesa næsta pistil, sem vonandi fer heill höldnu gegnum netið: )

Skildu eftir svar