Piparkökudagurinn – Það er svo gaman að vera saman.

Ég er svona óvenju snemma farin að jólast að þessu sinni, byrjuð að baka smákökur og í dag höfðum við mæðgur okkar árlega piparkökudag,  að þessu sinni  hjá Guðbjörgu. 

Mikið var gaman að fylgjast með þeim Ragnari og Rögnu Björk, sem fengu auðvitað deig til þess að búa til kökur úr, en einhverra hluta vegna hvarf alltaf deigið þeirra – vonandi að þau fái nú ekki magann af þeim sökum. Ég tók þó nokkrar myndir sem eru hér.
Við höfðum þrjá unga herramenn til þess að aðstoða okkur, Odd, Ragnar og Kristófer stjúpbróðir Odds og Karlottu. Þetta er nú mest gert fyrir krakkana, svo eldri herrarnir þurftu ekkert að hjálpa til við piparkökurnar en við laufabrauðið sleppa þeir ekki nema hafa mjög góða og haldbæra afsökun. Reyndar hafði Magnús Már góða afsökun núna því hann var á Akureyri með Bjarka syni sínum um helgina, en Bjarki var að keppa þar í handbolta.  Haukur kom hinsvegar í kaffið að bakstri loknum.

Hér má sjá áhugasama bakara framtíðarinnar.

pipark1.jpg

Stelpurnar mínar

pipark2.jpg

Ég elska svona samverustundir svo ég er strax farin að hlakka til að skera út og baka laufabrauðið.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Piparkökudagurinn – Það er svo gaman að vera saman.

  1. Katla says:

    Þetta eru yndislegar stundir og um að gera að koma sér í jólagírinn sem fyrst, og njóta allra þeirra góðu tilfinninga og stemmingu sem jólatíðin býður okkur.

  2. Linda says:

    Ooh já, þetta eru yndislegar stundir..
    Alltaf svo gaman að skoða myndirnar þínar og skemmtilegt hvernig þú setur þær saman á síðuna þína, svona 3 saman.. (þarf að læra það)..

    (Ég er ekki ennþá byrjuð í jólabakstrinum, heldur datt ofan í bollubakstur í síðustu viku.. 100 stk, takk fyrir.. þær voru allar borðaðar upp til agna á innan við klukkutíma..)

    Bestu kveðjur Ragna mín..

  3. Sigurrós says:

    Hahahaha! Ég datt í lukkupottinn í þetta skiptið í keppninni um hver myndast verst 😉 Guðbjörg, þú slappst!

    En alla vega, takk fyrir síðast, mamma. Þetta var frábær dagur og myndirnar eru skemmtilegar. Er að fara að skella mínum myndum inn á eftir.

  4. afi says:

    Aldrei of snemmt.
    Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Af er það sem af er. Ekki eftir sem búið er. Eða þannig. Skemmtilegar myndir og góðar minningar.

Skildu eftir svar