Friðarsinni.

Hversu reið sem ég er og hversu mikið sem ég hugsa um það sem er að gerast í þjóðlífinu okkar núna og fylgist með fréttum af atburðum, þá sannfærist ég meira og meira um að ég er og hef líklega alltaf verið friðarsinni. 
Ég hef frá því að ég var barn forðast að vera þar sem mikil mótmæli eru, að ekki sé talað um að vera nálægt þar sem eru átök og læti. Þetta er bara eitthvað sem ég hef fengið í uppeldinu. Mér var kennt af foreldrum mínum sem bæði voru alþýðuflokksmenn, að það sem ekki væri hægt að leysa með orðum væri ekki hægt að leysa með átökum.

Ég hef því líklega fengið það með móðurmjólkinni að vera friðsöm. Hins vegar er ekkert sem bannar mér að vera reið og ég er eins og aðrir öskureið yfir öllum þessum svikum og prettum sem við sauðsvartur almúginn höfum þurft að láta yfir okkur ganga.  Ég er bara svo skelfilega trúgjörn að ég vil trúa því að það sé verið að leita bestu mögulegu leiða til þess að vinna okkur út úr þessum vanda til hagsbóta fyrir okkur öll.
Sjálfsagt flokkast þessi trúgirni mín undir það að vera heimska, en þá verð ég bara að lifa við það að vera heimsk.

Mér hugnast bara ekki að ana áfram og bölva öllu og öllum í blindni og úthúða öllu og öllum. Ég er fegin að það er loksins 

er bara ekki mögulegt að taka þátt í þessum mótmælaaðgerðum sem í gangi eru Ég hef þá bjargföstu trú að það sé ekki hægt að leysa mál með handalögmáli.  Ég er þó alveg eins reið og aðrir í þjóðfélaginu en þegar ég  hugsar um

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar