Spádómskertið.

Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventan er alltaf uppáhaldstími hjá mér og ég nýt þess að taka upp jóladótið og kveikja á seríum og kertum.

Veðrið í dag er svo fallegt. það er alveg logn og frostið er 7° svo það er nokkuð kalt.  Við Íslendingar erum nú svo heppnir að við búum í hlýjum húsakynnum, þó alltaf finnist reyndar undanteikningar á því. Því miður vitum við að það er alltaf eitthvað af ógæfufólki sem ekki nýtur slíks. 

Svona dagur á aðventu færir mig alltaf aftur í tíma og ég verð í huganum barn heima í foreldrahúsum. Ég finn bökunarilminn úr litla eldhúsinu á Kambsveginum og nýt þess þegar mamma gefur sér tíma til að fara með mér út að glugganum og horfa á jólabjarmann sem aldrei er fegurri á himninum en á aðventunni.

En það er ekki hægt að hverfa aftur inn í barnæskuna. Það er gott geyma bara þær góðu minningar og leyfa þeim að dvelja með sér stund og stund. Það sem ég get gert er hinsvegar að reyna að gera hvern dag góðan og fallegan.

Í dag er kveikt á spádómskertinu á aðventukransinum. Ég vil leyfa mér að vona að þetta bjarta og fallega ljós, sem kveikt er á í dag, spái fyrir um það að framundan séu bjartari tímar fyrir okkar litlu þjóð.  Njótum í friði aðventunnar á okkar fallega landi.

Út um gluggann minn tók ég þessa mynd áðan.
Lognið sést vel á myndinni því gufan úr sundlauginni stígur beint til himins..

adventa1.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Spádómskertið.

  1. þórunn says:

    Ljós og friður
    Það er ekki að spyrja að þér Ragna mín, alltaf jafn smekklegt og fínt hjá þér.
    Vonandi rætist spá þín og ósk um bjartari framtíð, njótum vel þeirrar góðu stemmingar sem fylgir þessum árstíma. Bestu kveðjur til ykkar Hauks frá okkur Palla í Austurkoti
    Þórunn

  2. Anna Bj says:

    Fallegur hjá þér glugginn, Didda mín! eins og allt sem þú snertir. Gaman að horfa á ljósin á svölunum og aðventuljósin þín, séð hérna neðan frá. Verð að fara á eftir niður í geymslu að leita að ljósunum á sval. hjá mér, fann þau ekki á laugard. Samt búin að setja ljós í stofugluggann og setja kerti í adventukransinn. Adventuljósin virka ekki, þarf að taka þau með mér í rafbúð. Bestu kveðjur, Anna í saumó.

  3. Svanfríður says:

    Það er yndislegt að lesa hversu góðar æskuminningar þú átt-þær eru dýrmætar og þú ert ríkari fyrir vikið en þetta veistu nú:) Ég fór út með Natta í gær og sýndi honum jólaljósin og það var yndislegt að sjá litla barnsandlitið verða að einu brosi og undrun við þetta allt saman. Hafðu það gott.

  4. eddagg says:

    fallegt
    mikid er gaman ad sja joliagluggann tinn didda min serstaklega hedan fra tenerife. allt gott en ekki mikil sol

  5. Útsýnið hjá ykkur er stórskostlegt, og það er greinilega sami fallegi blærinn á nýja heimilinu og var á Selfossi. Kær kveðja í bæinn

  6. Útsýnið hjá ykkur er stórskostlegt, og það er greinilega sami fallegi blærinn á nýja heimilinu og var á Selfossi. Kær kveðja í bæinn

Skildu eftir svar