Að stíga út úr dansinum.

Ég kemst alltaf í jólaskap þegar ég er að dunda mér við að baka fyrir jólin.  Þegar ég kveiki á kertum og hlusta á góðan jóladisk á meðan bökunarilmurinn liðast um eldhúsið. Ég lít svo öðru hvoru út um gluggan á öll fallegu jólaljósin og ekki síst læt ég hugann reika. Hvert reikar svo hugurinn á meðan staðið er við jólabaksturinn?  Jú, alltaf aftur í tímann, stundum langt aftur og stundum skemur.   Ég læt ekkert argaþras í nútímanum trufla mig á slíkum stundum, því góðar minningar um aðventu og bökunarilm er nokkuð sem ég vil njóta án þess að velta mér upp úr þjóðfélagsmálum eða pólitík, enda hef ég enga lausn á þeim málum en vona bara að góðar vættir hjálpi okkur út úr þeirri krísu.  Til þess að halda sálarró í þeim darraðadansi sem við íslendingar hringsnúumst nú í, þá þarf öðru hvoru að stíga út úr hringnum og leyfa sálinni að hvílast,  og hvað er þá betra en að gefa sig á vald notalegum minningum og hugsa um bjartari tíma.

Minningarnar um einmitt þennan árstíma eru svo margar og það eina sem við þurfum að gera er að leyfa þessum minningum að flæða um hugann og njóta.

Njótum hvers dags sem okkur er gefinn,
það er að mestu á okkar valdi hvernig hann verður síðan í minningunni.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

12 Responses to Að stíga út úr dansinum.

  1. Katla says:

    Það er gott að eiga góðar minningar að ylja sér við.
    Við Pétur bökuðum einmitt um helgina, en ég verð að viðurkenna að minn hugur sveimaði til framtíðarinnar, tilhlökkun til komandi jóla með myndarlega manninum og börnunum hans.

  2. Ragna says:

    Minningar og eftirvænting eru svona álíka tilfinningar og báðar svo ljúfar. Það er líka misjafnt hversu góðar eldri minningar fólks eru og þó að ég sé heppin veit ég að sumir eru það ekki. Njóttu vel Katla mín eftirvæntingarinnar um hamingjustundirnar með þínum heittelskaða.

  3. afi says:

    Minningar
    Góðar minningar gefa lífinu gildi og lyfta huganum frá þunga og depurð hversdagsleikans.

  4. Ég hugsa oft til mömmu þegar hún var búin að breiða blöðin yfir nýbónað eldhúsgólfið! Þau voru tekin af kl. 4 á aðfangadag. Allt skyldi vera svo fínt á jólunum. Líði þér vel með minningunum. Kær kveðja í bæinn.

  5. Sigurrós says:

    Hmmm… spurning um að prófa þetta trix með blöðin sem mamma þín notaði, Guðlaug – þá er kannski smá séns á að gólfin verði sæmilega blettfrí þegar jólin ganga í garð 😉

  6. Katla says:

    Var að skoða fallegu myndirnar í desember-albúminu þínu – skemmtilegust finnst mér þessi síðasta af ykkur nöfnunum að dansa: )

  7. Ragna says:

    þakka þér fyrir Katla mín. Það kom nú í ljós að Sigurrós hafði tekið okkur dansmeyjarnar upp á video en ég kann ekki ennþá að setja slíkt inn í albúmið mitt. Ætla að læra það ásamt fleiru á nýju ári.

  8. Katla says:

    Það líst mér vel á Ragna mín, um að gera að læra sem mest. Hlakka til að sjá ykkur nöfnur dansa saman á næsta ári; )

  9. Svanfríður says:

    Manneskja án minninga er fátæk manneskja.

  10. afi says:

    Hringa vitleysa.
    Ekki er öll vitleysan eins, Enda væri þá lítið gaman að henni.
    Gleðilega jólahátíð og hafið það gott í Kópavogi, Selfyssingar.

Skildu eftir svar