Ótrúlegt.

Með því að segja það sem ég ætla að segja þá er ég auðvitað að stela efni frá henni Sigurrós minni en ég þykist vita að hún hafi ekki mikinn tíma til að blogga þessa dagana svo ég ætla að segja frá.

Hún var að ganga frá pósti til útlanda um síðustu helgi og eins og hennar er von og vísa þá skrifaði hún skilmerkilega utan á umslögin hver ætti að fá bréfin og límdi efst í vinstra horn umslagsins fingurbreiðan miða með nafni sendandans. Þetta var svo auðvitað frímerkt með réttu verðgildi og settur A-póst miði á.  Jæja á mánudag fór hún í pósthúsið í Smáralindinni og afhenti bréfin.

Nú liða tveir dagar og Sigurrós sér að það eru kort í póstkassanum hennar og tekur þau út. Hún sagði að sér hefði verið starsýnt á bréfin því viti menn, þar voru komin bréfin sem hún hafði sjálf farið með í póst á mánudeginum og ættu í raun að vera komin til Frakklands á þessum tímapunkti. Hún sá að bréfin voru póststimpluð á þriðjudeginum, daginn eftir að hún kom með þau og á miðvikudeginum voru þau svo borin út – AFTUR TIL SENDANDA.

Ég bauðst til að fara með bréfin á pósthúsið í Hamraborginni í dag því Sigurrós er að vinna.  Stúlkan sem tók á móti kvörtun minni varð frekar kindarleg og gat enga skýringu fundið á því að Sigurrós  fékk sinn eigin póst til baka í stað þess að hann yrði sendur til viðtakanda.  Ekki baðst hún afsökunar og þegar ég sagði að það hefðu verið fleiri bréf til útlanda sem hefðu farið í póstinn með þessum og hugsanlegt að þau kæmu þá til baka í dag. Þá sagði hún að þá væri ekkert annað að gera en koma bara með þau á pósthúsið.

Ég sé eftir að taka ekki mynd af einu bréfinu til að sýna hvað þau voru skilmerkilega merkt viðtakanda og hvað miðinn með nafni sendanda er pínulítill í vinstra horninu uppi.

Söguna varð ég bara að segja.  Þetta er allt hið furðulegasta.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Ótrúlegt.

  1. Rakel says:

    Mér er allri lokið……..;)

  2. Sigurrós says:

    Þetta slær næstum því út þegar stórskrýtna póstkonan á Kambsveginum tilkynnti til Landsbankans að ég væri flutt í Garðabæinn því hún las skakkt á bréf sem ég var að fá – og þar af leiðandi fóru öll ársyfirlitin í bankanum til einhverrar Sigrúnar í Garðabæ…

    Já, ég og Íslandspóstur eigum mörg skrýtin atvik að baki saman… 😉

  3. Ragna says:

    Já þegar þú nefnir það þá man ég eftir þeim furðulegheitum.

  4. Svanfríður says:

    Svona er óskiljanlegt og óþolandi.

  5. Ingunn says:

    Mér finnst ekki skrýtið að greyið stelpan hafi ekki vitað hvernig þetta gerðist:D Þetta er mjög furðulegt allt saman, ég var nú að vinna á póstinum tvö jól og maður fór vel yfir öll bréf.

  6. þórunn says:

    Og ég sem hélt að svona gerðist bara í Portúgal, lenti í svona hérna. Þórunn

  7. lorýa says:

    þetta er bara eitt af mörgum dæmum íslandspósts. það væri hægt að skrifa heila bók um furðulegheit þeirra.

Skildu eftir svar