Jólakveðja til ykkar kæru vinir nær og fjær.

Regnið bylur á glugganum og vindurinn hvín – fallega hvíta ábreiðan sem hefur þakið jörðina og gert aðventuna svo bjarta og fallega hefur nú skolast í burtu og þó að nú sé daginn farið að lengja þá er eitthvað svo ótrúlega dimmt  þegar snjóinn vantar.  En það þýðir ekki að fást um það enda er hátíð ljóssins að ganga í garð. Nú ætla ég að vera þakklát fyrir að eiga fallegt heimili og geta notið þess að vera innanhúss í birtu og yl. Það eru því miður ekki allir svo lánsamir.

Ég hlakka mikið til jólanna eins og ég hef alla tíð gert og mér finnst ég svo einstaklega lánsöm að hafa dæturnar tengdasynina og fjögur barnabörn svo nálægt mér og fá að vera heilmikið með þeim yfir hátíðirnar. Svo eigum við líka eftir að vera með dætrum og barnabörnum Hauks, þó vantar í þann hóp því ein dóttirin býr erlendis með sína fjölskyldu. En, ég tel mig mjög ríka og ekki vildi ég skipta á þessu ríkidæmi mínu og öllum heimsins peningum

————————————–

Það er Þorláksmessa og hangikjötsilmurinn liggur í loftinu og jólakveðjurnar hljóma í útvarpinu. Þegar þetta tvennt fer saman þá finn ég að jólin eru að koma.

Ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar,
Gleði og Friðar á jólum
og Farsæld á nýju ári.
Þakka ykkur fyrir öll skemmtilegu samskiptin, 
hérna á veraldarvefnum og utan hans. 

Njótum öll helgrar hátíðar.

 

jol_08.jpg

Hér er kort til ykkar. Það tekur nokkrar sek. að opnast.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Jólakveðja til ykkar kæru vinir nær og fjær.

  1. Svanfríður says:

    Jól
    Elsku Ragna mín. Ég óska ykkur gleðilegra jóla og bið þess að þau verði ykkur góð. Hafið það gott, Svanfríður og co.

  2. Guðlaug Hestnes says:

    Guð gefir ykkur gleðilega hátíð. Kær kveðja í bæinn

  3. þórunn says:

    Gleðilega hátíð
    Elsku Ragna og Haukur, við hér í kotinu sendum okkar innilegustu kveðjur til ykka með ósk um yndisleg jól í faðmi fjölskyldna ykkar. Þegar ég klikkaði á jólakortið hjá þér fékk ég bara kökk í hálsinn, eins og Svanfríður segir stundum, þetta er svo hátíðlegt. Hafið það sem allra best, kærar kveðjur Þórunn og Palli

  4. Edda Garðars says:

    Gleðileg jól
    Elsku Didda mín og Haukur
    Innilegar jóla- og nýarskveðjur til ykkar og fjölskyldunnar.
    Takk fyrir fallega jólakortið sem svo sannarlega kemur manni í jólaskapið
    þín Edda GG og Nonni

  5. Álfhildur says:

    Óska þér gleðilegra jóla og farsældar á næsta ári, kveðja Álfhildur

  6. Ragna says:

    Hver er Álfhildur?
    Nú er ég svo forvitin. Ég þekkti eina Álfhildi sem var með mér í Langholtsskola. Ég er því eitt spurningamerki núna og vona að Alfhildur segi mér hver hún er.

Skildu eftir svar