Rugl

Ég ætlaði að vera svo dugleg að skrifa færslu í dagbókina mína, en nú er komið fram yfir miðnætti og ég sit hér hálfsofandi eftir að hafa setið dottandi yfir sjónvarpinu í allt kvöld. Ég held því að það sé öruggast að koma sér bara beint í rúmið og "sofna á sitt græna eyra". Af hverju í veröldinni skyldi þetta máltæki hafa orðið til? – Eyrun á mér eru alla vega ekki græn, nema ef þau eru það þegar ég sef en ég hef auðvitað ekki hugmynd um hvernig ég lít út þá.

Já ég sé að nú er það að gerast sem ég ætlaði að komast hjá – ég er komið með þvílíkt svefnrugl að hér er best að láta staðar numið áður en ég skrifa einhverja alvarlegri dellu.

Elskurnar mínar líði ykkur vel um helgina og gerið eitthvað skemmtilegt – ekki veitir af.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Rugl

  1. þórunn says:

    Græn eyru??
    Já það eru mörg undarleg orðatiltæki í okkar móðurmáli og hekki hef ég „græna glóru“ um hvaðan þessar grænu setningar koma. Vona að þú hafir sofið vel (biddu Hauk að gá að því hvort eyrun á þér verða nokkuð græn, á meðan þú sefur) nú er ég farin að bulla líka, bestu kveðjur,
    Þórunn

Skildu eftir svar