Til hamingju með bóndadaginn – og svo komu fréttirnar í sjónvarpinu

Mikið finnst mér það góður og skemmtilegur siður hjá okkur íslendingum að halda fast í gamlar hefðir. Ein af þessum hefðum er að halda upp á bóndadaginn með því að borða mat eins og þann sem forfeður okkar verkuðu af illri nauðsyn til þess að halda í sér lífinu á fyrri öldum.

———————————

Þegar hér var komið í bloggfærslunni þá fór ég frá tölvunni til þess að sjá ávarp Geirs Haarde í sjónvarpinu og nú er hausinn á mér bara alveg galtómur. Ég ætla ekkert að tjá mig frekar um þær fréttir sem við fengum af Geir nema að ég óska honum góðs bata og vona að hann sigrist á þessum illvíga sjúkdómi.  Það á ekki af þeim að ganga þessum tveimur forystumönnum sem stjórnað hafa landinu undanfarið.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar