Ljósið í myrkrinu.

Það er alltaf ljós í myrkrinu, þó einn daginn sé ljósið kannski daufara en þann næsta.

Mér finnst svo gaman að spá í himininn sem er svo margbreytilegur.  Þegar ég rölti út að eldhúsglugganum mínum eldsnemma á fimmtudagsmorgunin, þá fannst mér svo sérkennilegt þetta ljósa ský sem var svo áberandi á dökkum himninum og einnig flugvélin sem silfruð þaut þarna í gegnum loftið. Nú á ég ekki myndavél sem er með aðdráttarlinsu svo skýið er ekki eins áberandi á myndinni minni og það var í raun og veru. (það þarf e.t.v. að halla skjánum aðeins til að sjá vel ljósa hluta myndarinnar). Mér fannst þetta ský svo fallegt og þar sem ég hef verið í því að leita eftir ljósum punktum í stað þess að horfa bara á svörtu skýin sem hafa hrannast upp í vetur, þá set ég þessa mynd í dagbókina mína til þess að minna mig á að það er aldrei neitt svo svart að ekki sé ljós í myrkrinu.

Verum upplitsdjörf og horfum í ljósið
í stað þess að horfa niður í myrkrið.
Í dag ætla ég allavega að vera glöð og bjartsýn.
Morgundagurinn er hvort sem er óskrifað blað.

morgunsk.jpg
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Ljósið í myrkrinu.

  1. Sigurrós says:

    Þetta er mögnuð mynd. Náttúran getur vissulega verið falleg – og manngerða flugvélin veitir senunni einnig mjög dularfullan blæ.

  2. þórunn says:

    Ljósið
    Þessi mynd er alveg einstaklega vel heppnuð hjá þér, að fanga augnablikið sem aldrei kemur aftur er svo skemmtilegt. Þú hefur gott auga fyrir ljósu punktunum, sem er alveg einstakur kostur.
    Ljósakveðjur úr litla kotinu,
    Þórunn

  3. Falleg og róleg mynd. Þrátt fyrir allt eru ljósu punktarnir svo miklu fleiri en þeir dökku, svo við skulum halda í ljósið. Annað skulum við ekki hafa boðlegt. Kærust kveðja.

  4. Hildur says:

    Frábær mynd hjá þér, og útsýnið úr stofugluggunum hjá þér að degi til er málverki líkast. Kær kveðja

Skildu eftir svar