Það er ýmislegt skrýtið í Kópavogi.

Já það er gott að búa í Kópavogi, en líka svolítið skrýtið. Í nótt þegar ég var eitthvað að ramba hérna um íbúðina og bíða eftir því að verða syfjuð aftur þá varð mér litið inn í gestaherbergið. Mér hálf brá þegar ég horfði í átt að glugganum því ég minntist þess ekki að hafa verið með neinn gluggakappa með gardínunum. Við nánari athugun sá ég að nú var kominn gluggakappi – úr snjó.  Ég vandist því á Selfossi að það snjóaði á jörðina og oftar en ekki  þá náði það síðan langt upp á gluggana. Hérna í Kópavoginum er þessu sem sé alveg öfugt farið eins og sjá má.  Ég tek það fram að þetta var ekki klesst á gluggann, en hékk svona laust við.

img_9161.jpg
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

6 Responses to Það er ýmislegt skrýtið í Kópavogi.

  1. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Sæl og blessuð og gleðilegt ár.
    Þetta er nú með flottari gardínuköppum sem ég hef séð.
    Reyndar finnst manni eins og maður sé staddur á jólakorti þessa stundina.
    Þetta er dásamlega fallegt, meðan ekki hvessir.

    Bestu kveðjur

    Hafdís Baldvinsd.

  2. Ragna says:

    Á myndinni sýnast vera grýlukerti en það var ekkert um slíkt að ræða, heldur eru þetta einhverjir skuggar sem hafa myndast í myndatökunni.

  3. Erna frænka says:

    Flott
    Sæl Elsku Didda mín
    Ætli tad hafi ekki verid englar ad verki tarna? Tetta er eithvat svo líkt teirra vinnubrögdum;-)

  4. Ragna says:

    Já ætli það ekki Erna mín. Þetta er allavega ótrúlega flott hönnun. Það er verst hvað gardínurnar speglast og mynda þannig tauma á gluggann.

  5. Mikið ofboðslega er þetta fallegt. Kær kveðja í kotið.

  6. Hildur says:

    Skrýtið
    Mér var litið út um gluggann fyrr í kvöld, heldurðu ekki að ég sé með sama kappann (sami stranginn) hjá mér fyrir fjórum gluggum garðmeginn, hef aldrei séð svona myndast fyrr og hef ég verið í þessu húsi í þrjátíu ár, skrýtið.

Skildu eftir svar