Góða helgi.

Það var ekki ofsögum sagt hjá mér, að Guð hjálpaði þeim sem hjálpa sér sjálfir. Skriðan fór bara bókstaflega af stað strax með látum.
Það er nefnilega ekki nóg með það, að ég færi í viðtalið á Reykjalundi sem ég átti sko alls ekki von á nærri strax. Nei, það gerðist nefnilega sama kvöld þegar ég var að fara að slökkva á tölvunni, að ég sá að það var kominn póstur frá Hveragerði þar sem ég fékk að vita að ég mætti koma til dvalar 22. mars n.k.  Váá, mér hafði verið sagt að ég kæmist ekki þangað fyrr en í fyrsta lagi einhvern tíman eftir apríl mánuð.

Nú ætla ég ekki að fjalla meira um heilsufarið mitt, enda er þetta sko ekkert skemmtilegt umfjöllunarefni og enn síður er slíkt kellingavæl skemmtilegt til aflestrar.  –  Nú er bara að standa sig og gera allt sem ég á að gera og og gera ekki það sem ég má ekki gera. Takmarkið er að vera komin í fínt form fyrir næstu áramót –  og  VERA SÍÐAN DUGLEG AÐ HALDA ÞVÍ.

Það er langt síðan ég hef flett upp í bókinni góðu um hamingjuna og ætla þess vegna að gera það snöggvast.  Hér er það sem ég opnaði á í dag.

"Lifðu eins ákaft og þér er framast unnt;
annað eru mistök.  Það skiptir ekki svo miklu máli
hvað þú gerir, svo lengi sem þú lifir lífinu.
Ef þú hefur ekki lifað lífinu, hvað hefur þú þá afrekað?"

Humm, nóg til að hugsa um þar til næst.

Góða helgi.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Góða helgi.

  1. Svanfríður says:

    Ég segi bara þetta: TIL HAMINGJU-nú fara hlutirnir að gerast Ragna mín!

  2. Katla says:

    22.mars verður runninn upp áður en þú veist af Ragna mín. Þetta eru góð tíðindi.

Skildu eftir svar