GETUR ÞÚ LÆRT AÐ VERA HEPPIN?

Neðangreindan texta fékk ég í tölvupósti frá Fréttabréfi Hugbrots (smellið til að sjá fréttabréfið).  Í tölvubréfinu var líka boðið upp á að kaupa geisladisk sem nefnist Töfrastund.  Ég er búin að panta hann og segi ykkur kannski frá efni hans þegar ég hef klynnt mér það.  Ég hef ekki hugmynd um það af hverju ég fékk þetta sent, en þar sem mér finnst efnið áhugavert  þá vil ég auðvitað líka fá að deila því með vinum mínum og bað því sérstaklega um leyfi til þess að fá að birta þetta hér. =================================================

Oft er það svo að velgengni og uppfylling
draumanna byggist á því að vera rétta manneskjan
á réttum stað og réttum tíma.

Mikið væri það gaman og óskandi að dvelja oftar
á þeim stað í lífinu. Það þarf bara að finna
þennan töfrapunkt í veruleikanum, þar sem allt
kemur heim og saman, draumur þinn og veruleiki
renna saman í eitt og óskir þínar rætast.

Öll þekkjum við fólk sem er gáfað og stútfullt
af hæfileikum, en ekkert gengur hjá því þrátt
fyrir mikla vinnu. Það einhvern veginn ratar
aldrei á rétta tímann eða rétta fólkið eða
rétta staðinn.

Manstu kannski eftir ævintýrunum sem þú heyrðir
sem barn, þar sem söguhetjan hitti á töfrastund
eða hitti einhverjar heilladísir. Tökum sem dæmi
söguna af Öskubusku eða söguna af Alladín og
töfralampanum, eða Þyrnirós, öll þessi ævintýr
fjalla á einn eða annan hátt um þessar töfra-
stundir, töfrastaði, töfrafólk eða töfrahluti.

Gæti veröldin nokkurntíman orðið að þeim töfra-
stað sem hún var þegar þú varst barn að aldri
þegar þú vissir ekki betur en að allar þínar
óskir myndu rætast, bara ef þú næðir á enda
regnbogans eða fyndir fjögurra laufa smárann.

Ég er sannfærð um það að velgengni á fullorðins-
árum byggist að miklu leyti á því að vera rétta
manneskjan á réttum tíma á réttum stað, að skapa
þér aðstæður og umgangast fólk sem hjálpar þér
til þess að láta drauma þína rætast. Þú þarft
sem sagt að rækta með þér eiginleikann til að
laða til þín tækifæri eða fólk sem getur veitt
þér tækifæri og brautargengi í lífinu. Það getur
verið í formi atvinnutækifæris, upplýsinga eða
sambanda, eða jafnvel í formi fjármagns eða
tækjabúnaðar. Réttu tækin og tólin geta verið
ígildi alladinslampa, rétta fólkið geta verið
ígildi heilladísanna sem gáfu öskubusku tækifæri
á því að hitta og heilla prinsinn. Þannig að þú
sérð að ævintýrin eru ekki svo langt frá
raunveruleikanum.

Þú gætir verið heimsins hæfileikaríkasta
manneskja, bókstaflega setið á gulli, en ef
enginn sér það, og ef þú hefur engan vettvang
til þess að koma því á framfæri, ef þú þekkir
engan sem er viljugur til að veita hjálp, ef
þú getur ekki komið því í verð, hvers virði
er það þá?

Árið 2003 ákvað yfirmaður sálfræðirannsóknar-
deildar Háskólans í Hertfordshire Dr. Richard
Wiseman að leita að hinum torskilda “heppnis”
eiginleika, með því að rannsaka viðhorf og
reynsluheim fólks sem var annarsvegar
sérstaklega óheppið í lífinu eða sérstaklega
heppið.  Heppni er stundum skilgreind sem það
að vera rétta manneskjan á réttum stað á
réttum tíma.

Niðurstöður þessarar rannsókna sýndu fram á
fjögur ákveðin viðhorf og hegðunarmystur sem
beinlínis ákvörðuðu hvort fólk var heppið eða
óheppið í lífinu. Í kjölfarið kenndi hann hópi
fólks sem fannst það vera einstaklega óheppið
hvernig það gæti hugsað og hagað sér eins og
fólk sem fannst það vera sérstaklega heppið.  
Skemmst frá því að segja þá kom útkoman verulega
á óvart því nánast allir þátttakendur upplifðu
miklar breytingar á lífi sínu þar með talið
mikla aukningu á heppni í þeirra daglega lífi,
auk þess sem þau upplifðu meiri sjálfsvirðingu,
meiri vellíðan, aukið sjálfstraust og meiri
velgengni í lífinu.

Lokaniðurstaða rannsókna Dr. Wiseman var að
heppni er fyrirsjáanleg og ákvarðast af
viðhorfum og hegðun fólks, þess vegna er hægt
að ná stjórn á henni og skapa hana að vild.

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to GETUR ÞÚ LÆRT AÐ VERA HEPPIN?

  1. Guðbjörg says:

    Fróðlegt
    Ég mun fylgjast spennt með hvernig þetta virkar hjá þér. Veit um nokkra sem þurfa á smá heppni að halda þessa dagana : )

  2. afi says:

    spennandi
    Aldrei er verra að vera réttur maður (kona) á réttum stað. Vonandi kemur að okkur einhvern tímann. Við fylgjumst spennt með framvindu mála.

  3. Ingunn says:

    ég hef þekkt einstaklega óheppið fólk þar sem allt gekk á afturfótunum og ég er nokkuð viss um að hugarfar þeirra hafi átt stóran þátt í því.
    Fyrir nokkrum árum var ég að vinna á ákveðnum stað að gera verkefni sem enginn hafði gert áður. Hluturinn sem ég átti að prófa virkaði ekki og ég var búin að reyna allt. Einn morguninn las ég í stjörnuspánni minni að allt ætti eftir að ganga upp hjá mér þann daginn – og viti menn hluturinn fór loksins að virka þó ég hefði ekki gert neitt öðruvísis!!

Skildu eftir svar