Helgarkveðja.

Í morgun var hringt og lítil rödd sagði á hinum endanum "Amma, má ég koma ?" Auðvitað var svarað játandi og þá var spurt  " Amma, er afi vaknaður?" Þegar öllum spurningum hafði verið svarað játandi var kvatt og amma og afi biðu í eftirvæntingu eftir að dyrasíminn hringdi og litli herramaðurinn sem hafði hringt myndi koma í heimsókn.  Eftir nokkra stund kom svo lítill íþróttaálfur upp stigann og beint inn í íbúð hjá ömmu og afa. 

Ömmu fannst vel við hæfi að lána litla íþróttaálfinum lyftingalóð og afi fékk líka ein slík svo þeir gætu æft saman kapparnir. Amma smellti svo mynd af þeim svona til sönnunar um dugnaðinn.

 

itrottaalfar.jpg
Bókin mín góða segir okkur í dag:
"Allir geta orðið hamingjusamir,
í hvaða farvegi sem líf þeirra er;
hvort sem þeir þéna mikla eða litla
peninga, eru giftir eða ógiftir.
Stundum þarf ekki annað en að deila
súkkulaðistykki með öðrum
og fá hlýlegt faðmlag. "
Góða helgi allir nær og fjær
verum ekki spör á faðmlögin.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Helgarkveðja.

  1. Katla says:

    Yndislegir!! : D

  2. Ooh hvað þeir eru flinkir! Góða helgi.

  3. afi says:

    Kraftakarlar.
    Já þeir eru góðir saman þessir tveir. Ekki spurning. Þetta eru bestu heimsóknir sem hægt er að fá.

Skildu eftir svar