Gleðilega páska.

Aftur að þokast upp á við. Það hefur verið gott að hafa þessa daga til að ná sér á strik aftur. Ég hafði upphaflega ætlað að fara heim á laugardag og vera á páskadag en breytti þeirri áætlun og hef bara verið hérna um kyrrt.  Haukur kom í heimsókn og borðaði hérna með mér á föstudaginn langa – þá var nefnilega ekki baunakássa heldur ofnbakaður lax og peruís í eftirmat. Í morgun kom fólk frá Komið og Dansið og kenndi okkur nokkra dansa, sumt kunni ég nú en annað ekki. Ég gat ekki hugsað mér að taka ekki þátt í þessu og tók bara verkjatöflu og svo fór ég í heitu pottana á eftir.  Í kvöld spilaði svo Ian Wilkinson á trompet og fleiri blásturshljóðfæri og dóttir hann spilaði með honum.  Þetta var bara mjög skemmtilegt.

Eg ætla nú ekkert að hafa þetta lengra en kom fram með tölvuna til þess að senda ykkur páskakveðju.

Gleðilega páska kæru vinir mínir.
Gerum það besta úr hverjum degi,
verum þakklát og njótum þess að fá að
taka þátt í þessu yndislega lífi, sem,
við getum sjálf haft svo mikil áhrif á
og gert svo skemmtilegt.


Kær kveðja og knús til ykkar allra.

paskablom.jpg

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Gleðilega páska.

  1. Sigurrós says:

    Gleðilega páska sömuleiðis! Vona að þú hafir það virkilega gott yfir páskana 🙂

  2. Svanfríður says:

    Síðbúnar páskakveðjur Ragna mín. Ég á eftir að lesa pistlana að neðan en sá að þú hafir tekið verkjatöflu-ég vona að það sem er að hrjá þig fari að lagast:) Hafðu það gott, Svanfríður.

  3. afi says:

    kveðja
    Góð heilsa er gulli betri. Óska þér góðs og skjóts bata. Kveðja úr Fossvoginum afi.

Skildu eftir svar