Líður að heimkomu.

Þá eru páskarnir um garð gengnir og síðasta vikan hér í heilsuparadísinni nýtt til hins ítrasta. Tíminn hefur flogið mjög hratt í góðum félagsskap og dekri. Það verður svolítið erfitt að kveðja allt þetta góða fólk sem ég hef komist í kynni við hérna, en vinir koma og vinir fara – þeir elstu og traustustu er hins vegar alltaf á sínum stað og þeim mun ég sinna þegar ég kem heim.  Ég hef t.d. lítið kíkt inn á heimasíðurnar ykkar kæru bloggvinir,  og facebook get ég varla sagt að ég hafi litið á. ég vil ekki skemma það sem búið er að gera fyrir mig með því að sitja of lengi með tölvuna á hnjánum, en aðstaðan hér er engan vegin góð til að vera með tölvur. Sjálfsagt er það af ásettu ráði svo fólk sé ekki fast í þeim græjum.

Ég hef fengið góða bót að mörgu leyti en brjósklosið tók sig upp aftur svo ég er að vinna í því núna að fá það í lag.

Mér finnst bara að sumarið bíði eftir mér þegar ég kem heim um helgina. Veðrið í dag hefur verið hreint út sagt dásamlegt og ég hlakka mikið til að fara að takast á við hið raunverulega líf sem bíður mín hérna utan HNLF’I. Ég fór ekki einu sinni heim til að gista um páskana, svo alvarlega hef ég tekið þetta, en á páskadag skrapp ég í pönnukökukaffi til Hauks og svo bara beint hingað aftur.

Nú er ég að fara í kvöldmatinn og síðan er kvöldvaka í kvöld og þá verður sjálfsagt söngur, glens og gaman að gömlum íslenskum sið.

Ég segi því Lifið heim kæru vinir. Hittumst hérna eftir helgi.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

4 Responses to Líður að heimkomu.

  1. Guðbjörg says:

    Ég hlakka til að fá þig heim, elsku mamma mín. Vonandi verður þú fljót að vinna aftur á þessu brjósklosi.
    Kv
    Guðbjörg

  2. þórunn says:

    Mikið er gott að heyra hvað þú nýtir þér vel það sem boðið er uppá þarna í Hveragerði.
    Og vonandi verður árangurinn góður til frambúðar.
    Bestu kveðjur frá okkur Palla,
    Þórunn

  3. Vonandi gengur bakskotið til baka. Spyr eins og kjáni. Hefur þú farið í nálarstungur? (sennilega hefur þú reynt allt) Hlakka til að heyra frá þér og góða helgi.

  4. Svanfríður says:

    Slæmt að brjósklosið hafi tekið sig upp aftur en þó gott að þú fékkst einhverja meina bót. Ég hlakka til að hitta þig aftur í netheimum:)Gangi þér vel.

Skildu eftir svar