Helgin að baki.

Sallafín helgi er nú að baki. Sigurrós kom í heimsókn á föstudaginn og við mæðgurnar fórum allar saman á Steikhúsið og fengum okkur að borða á föstudagskvöldið. Komum síðan hérna heim og horfðum á Pelican Brief á Skjá einum. Við vorum reyndar allar búnar að sjá hana áður en mundum bara svona jafnóðum hvað var í gangi svo það var allt í lagi að horfa á hana aftur. Alltaf svo gaman að sjá Juliu Roberts í myndum og ekki skaðar nú að sjá hann Denzel Washington. Þetta eru hvorttveggja svo frábærir leikarar.


Í gærmorgun yfirgaf ég svo gestinn minn og dreif mig í saumaklúbb til Reykjavíkur og mætti hjá Ástu klukkan 12 á hádegi. Hún var með hvílíkar krásir að hún hefði getað boðið þjóðhöfðingjum í hádegismat. Með því að hittast svona í hádegi þá gátum við hitt Sonju sem er farin að vinna á kvöldin frá kl. 5 – 10 svo hún hefur lítið sem ekkert verið með okkur í vetur. Eftir saumóinn dreif ég mig svo austur til að vera með Sigurrós. Við borðuðum svo saman hérna heima allar þrjár því Karlotta og Oddur Vilberg voru hjá pabba sínum. Við fengum okkur síðan fína breska mynd á Videoleigunni  en hún gerðist á fyrri hluta síðustu aldar. Við elskum að horfa á þessar gamaldags bresku myndir.


Í dag fórum við svo í bæinn og skoðuðum í Ikea og skiluðum Sigurrós heim til sín og fórum svo í Kópavoginn að sækja krakkana.  Á morgun kemur Haukur svo aftur austur í frí en hann verður í fríi fram að miðnætti á föstudag.  Ég er oft latari við að fara í tölvuna á meðan hann er fyrir austan svo ég á nú ekki von á að ég setji mikið inn í dagbókina mína. En póstinn minn skoða ég á hverjum degi þegar ég er heima.


 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Helgin að baki.

  1. Föstudagsmyndin á S1
    Við Davíð horfðum einmitt líka á Juliu og Denzil þótt við værum búin að sjá myndina áður og höfðum alveg jafn gaman að henni! Hafðu það sem best og farðu vel með þig. Kveðja, Anna Sigga

Skildu eftir svar