Aðeins að láta vita af mér.

Ég hef verið alveg ferlega tölvulöt undanfarið. Ég get ekki setið nema stutt í einu út af bakinu og festi mig ekki einu sinni við að kíkja almennilega á facebooksíðurnar mínar. 
Ég er komin til sjúkraþjálfara núna sem er með sérstaka gráðu í bakmeðferð og hann er mesti fagmaður á þessu sviði sem ég hef farið til og hef ég þó oft verið hjá góðum sjúkraþjálfurum. Hann heitir Gísli og stofan Klínik, ef einhver er að leita að sjúkraþjálfara sem er einnig með fullkominn tækjasal. Ég er reyndar ekkert komin í tækjasalinn ennþá en það kemur vonandi að því að mér verði hleypt aðeins í tækin. Á morgun fæ ég að vita hvenær ég má hitta bakskurðlækni en Gísli segir að ég verði að láta slíkan skoða segulómunarmyndina. Vonandi fer ég að ná fullum bata og halda honum. Ég held a.m.k. í vonina og geri eins og mér er sagt.

Annars er allt ágætt af okkur að frétta.  Haukur er að ferðbúast í sumarfrí til Danmerkur og verður hjá Hullu dóttur sinni á Jótlandi í rúmar tvær vikur. Það hlýtur að vera fallegt að koma út núna þegar ávaxtatrén standa í fullum skrúða og svo er líka orðið svo hlýtt þar, eða um 20°hiti þegar líður á daginn.
Ég bað nú Hauk um að sækja út í skúr í dag litla borðið og stólana sem ég hef hérna á svölunum því hér er líka spáð svo fallegu veðri þó það fari kannski ekki upp í 20°. 

Ég læt þetta duga í bili en set hérna inn eina samsetta mynd af heimsókn til ömmu Rögnu. 

 apr1.jpg

  

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Aðeins að láta vita af mér.

  1. þórunn says:

    Það er ánægjulegt að heyra að þú hefur fengið góðann sjúkraþjálfara, gangi ykkur vel að vinna saman. Góðar kveðjur til Hauks, það verður gaman fyrir hann að hitta dóttur sína og hennar fjölskyldu.
    Þórunn og Palli

Skildu eftir svar