Kjúklingur í rjómatómatsósu
Með sveppum og lauk
Efni: 1 – 2 kjúklingar 100 gr. Smjör salt, pipar 2 ? 3 laukar 150 gr. Sveppir 2 dl. Rjómi 2 msk. tómatkraftur (paste) 2 ? 3 dl. Rifinn ostur ½ – 1 tsk. Þurrkuð paprika
Þessi réttur er alltaf jafn lúffengur Bera soðin hrísgrjón með og ef vill, gott hrásalat. |
Aðferð: Kjúklingarnir þvegnir vel og hlutaðir sundur. Mjög gott að úrbeina allt nema leggina. Kjötið brúnað á pönnu í smjöri og sett í eldtraust mót. Saxaður laukur og sveppir látnir krauma í smjöri og síðan dreift yfir kjúklingana. Salti og pipar stráð yfir. Rjóma og tómatkrafti er blandað saman og hellt yfir. Bakað í miðjum ofni við góðan hita í u.þ.b. ½ tíma. Þá er rifnum osti og papriku stráð yfir mótið og bakað áfram í ca. 15 mínútur. |