Rúgbrauð Önnu í Dölunum. Þetta er stór uppskrift.
6 bollar rúgmjöl (1 kg) 3 bollar heilhveiti 4 ½ tsk. Matarsódi 500 gr. Sýróp 1 ½ ltr. súrmjólk 2 msk. Hunang |
Deigið er hrært með sleif og bakað í steikarpotti með lokinu á. Ef uppskriftin er tvöfölduð (eins og Anna bakar hana) þá passar hún í stóru svörtu steikarpottana, en annars í þá litlu. Það verður bara að vera ílát með loki eða álpappír þétt yfir.
Þetta bakast síðan í 6 ½ klukkutíma við 100°C. |