Botninn:
LU kanilkex (einn pakki)
Smjör eða smjörva eftir þörfum, ca. 140 g
Myljið kexið í botn á fati, ca. 30 cm í þvermál, og bleytið í með bræddu smjöri/smjörva. Pressið vel niður í formið.
Fyllingin:
1 stór dós af KEA skyri, eftir smekk (vanilluskyr passar mjög vel með kanilkexinu)
1 peli (1/4 l) rjómi, þeyttur
1 dós 18% sýrður rjómi
Sýrði rjóminn settur í skál, hrært aðeins í og þeytta rjómanum blandað saman við og að lokum skyrinu.
Skyrkreminu dreift yfir kexið. Kælt.Skyrterta geymist vel í ísskáp í nokkra daga. Gott er að bera hana fram með ferskum ávöxtum, t.d. jarðaberjum, bláberjum og kiwi.
Bera einnig fram með kirsuberjasósu frá Gammel dansk fabrik