Vorið er komið – Hugleiðingar að morgni dags.

 
 
Það er mikið farið að grænka hérna í kring og sólin hefur verið svo góð við okkur síðustu daga.  Þegar ég hugsa um sumarið sem framundan er þá fyllist  hugurinn  eftirvæntingu.  Það er eitthvað svo dýrmætt að vera til og geta notið alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða. Einmitt á svona fallelgum dögum verður maður oft svo meir, hrifnæmur og umfram allt þakklátur. Já ég er þakklát fyrir að fá að njóta, fyrir að eiga dásamlega fjölskyldu og vini og vera í sátt bæði við sjálfa mig og aðra. Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir, því það er engan veginn sjálfsagt að einmitt við getum farið í gegnum lífið áfallalaust.
 
Þetta eru nú vangaveltur mínar þennan daginn.
 
Ég opnaði bókina mína um hamingjuna áðan og þar var þessi lesning:

Þegar við höfum einu sinni opnað gleðinni dyr
inn í hjarta okkar getur hún blossað upp við hvaða
örlítið tækifæri sem er: við að finna pening á götunni
eða að vakna með sólargeisla á nefinu.

Finnirðu nógu margar ástæður, þá finnurðu líka
leið út úr vandanum – og þar sem er leið þar er gleði og ánægja.


Comments

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *