Svona hafið þið líklega sungið innra með ykkur í gær þegar þið ákváðuð að skrifa kveðjurnar til mín. Það er nefnilega hægt að gefa annað sem er mun dýrmætara en demantar, perlur og skínandi gull eins og sungið er um í Fiðlaranum á þakinu. Það sem er mun dýrmætara er nefnilega þegar góðum hug er miðlað til náungans. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það var góð gjöf sem ég fékk í hverri einustu kveðju frá ykkur í gær. Ég upplifði það svo sterkt í göngutúrnum áðan hvað ég væri rík að eiga bæði fjölskylduna mína og ykkur að og mér hefði ekki getað liðið betur þó vasar mínir hefðu verið fullir af gulli og gimsteinum.
Skemmtilega bókin mín um hamingjuna segir í dag:
Að eiga góða vini
og vita að þeir eru til staðar
er góð tilhugsun.
Leave a Reply