Svo glöð og frjáls – Alltaf eitthvað smá spes þó.

Það komu skilaboð frá Kristjáni Skúla skurðlækni um að það yrði að taka drenin, þó svo að annað væri enn yfir 100 og hitt kringum 50 .   Hjúkrunarfræðingur hérna á sjúkrahótelinu kom og framkvæmdi þetta svo áðan. Já, alltaf þarf maður nú að vera eitthvað svolítið spes og öðru vísi en aðrir  Fyrst var saumsporið sem hélt annarri slöngunni í gatinu alveg fast og hjúkkan þurfti margar tilraunir til þess að ná að skera það frá  því það var svo fast gróið inn í húðina.  Hún sagðist bara aldrei hafa lent í svona.  Jæja ekki var þetta nú allt því hún sagði mér á eftir, að hún hafi þurft að taka á öllum sínum kröftum til þess að ná síðan að draga slöngurnar út því þær virtust líka hafa gróið fastar við mig.  Af öllum þeim skiptum sem hún hefði tekið svona slöngur þá sagðist hún aldrei nokkurn tíman hafa lent í slíku og spurði hvort þetta hafi ekki verið erfitt fyrir mig. Ég hef hins vegar aldrei fengið svona dren áður, lokaði bara augunum og andaði djúpt á meðan  og hélt bara að það væri eðlilegt að það væri erfitt að láta taka þetta út. Djúp og góð öndun þegar ég á von á sársauka, bjargaði mér því enn einu sinni nú, eins og svo oft áður

Nú dansa ég bara í hringi af ánægju að vera laus við þetta og  vera nú frjáls eins og fuglarnir sem fljúga um og syngja í trjánum hérna fyrir utan gluggann.  Ætli það sé nokkurs staðar harmonikuball í kvöld??? Jeiii.

Þetta er og verður góður dagur. Heim eftir hádegið og svo hitti ég skurðlækninn á föstudag.  Dásamlegt.

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

10 Responses to Svo glöð og frjáls – Alltaf eitthvað smá spes þó.

  1. Anna Bj. says:

    Til hamingju, hamingju, hamingju!!!
    Ég vildi ekki tala um, að mér fannst vont þegar dren voru dregin úr mér eftir hnjá-aðgerðirnar, að vísu bara eitt í hvort skipti. Ég var í styttri tíma með það seinna og gekk betur.
    Svakalega er gott að þetta er búið …. Bestu kveðjur.

  2. Sigurrós says:

    Til hamingju með að losna við drenin! Þú þarf líklega að bíða aðeins lengur áður en þú skellir þér á harmonikuball, en ef þú biður Hauk fallega þá er ég alveg viss um að hann er til í að dansa við þig einn dans á stofugólfinu í kvöld við undirleik af geisladiski 🙂

  3. Guðbjörg Stefáns says:

    Góðar fréttir, allt mjakast þetta og drenin án efa búin að gera mikið gagn. Vona að þú náir að hvíla þig vel þá verður batinn þinn ennþá betri. Knús, kram og góðar kveðjur til þín.

  4. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Þetta er dásamlegt Ragna mín. Innilega til hamingju,farðu nú vel með þig og ekki kannski alveg strax á harmonikuball, en þú verður örugglega fljótlega fær um það með þessu áframhaldi.

    Kær kveðja
    Hafdís B.

  5. Svanfríður says:

    Gott að heyra Ragna mín.

  6. þórunn says:

    Ég samgleðst þér með að vera laus við viðhengin þín. Það er örugglega mikið frelsi að losna við þau.

  7. Pálína says:

    Til hamingju skellibjallan þín. Gaman að þér gengur svona vel Ragna mín. Svo bara áfram á sömu braut. Baráttukveðjur.

  8. Ragna says:

    Takk stelpur mínar. Ég vona að það komi ekki niður á mér í morgun að mér hefur fundist ég svo frísk í dag að ég hef hreinlega gleymt að vera sjúklingur. Finn það allt í einu núna að þetta er ekki alveg rétta aðferðin. Ég lofa að vera þægari á morgun svo ég fái ekki falleinkunn hjá lækninum á föstudaginn. Þar með loka ég tölvunni og svæfi.
    Góða nótt.

  9. Sigurrós says:

    Settu áminningu í símann svo að hann geti minnt þig á það með reglulegu millibili að leggjast upp í rúm eða í Lazyboy og slaka vel á, t.d. með hljóðbók og gómsætan þara eða eitthvað af öllu hinu spennandi „sælgætinu“ þínu 😉

  10. Ragna says:

    Ha,ha,ha Sigurrós mín. Það þarf nú ekkert að minna mig á Ristaða risaþarann, kókosflögurnar eða 85% súkkulaðið – Ég ætti kannski frekar að minna mig á hljóðbókina og Lacy Boy með einhverjum ráðum – Ótrúlegt hvað það gleymist að hvíla sig þegar manni líður vel.

Skildu eftir svar