Bara að láta vita…..

Já ég hef verið eitthvað löt við dagbókina mína hérna, en þessi á Fésinu hefur hinsvegar alltaf vinninginn. Nú vil ég bara láta vita að ég held að ég sé komin á beinu brautina 7 – 9 – 13 . Ég er búin með fúkkalyfið sem vann á sýkingunni og er nú laus við verkina og allt það vesen, hætt að taka Ibúfenið, sem gerði það að mér var óglatt út í eitt, laus við verkjalyfin og held ég sé búin að fá lausnina sem á að duga við blóðþrýstingsruglinu – Það verður athugað betur um miðjan ágúst og þangað til ætla ég að vera í fínu standi.

Nú langar Hauk að fara að skreppa eitthvað á húsbílnum og finnst ekki hægt að fara nema undirrituð komi með. Ekki amalegt að vera svona ómissandi 🙂  Það eina sem uppá vantar núna er orkan, en hver veit nema ég finni hana í sveitasælunni.    Við ferðumst sjálfsagt svona milli þess sem ég er að mæta til læknisins og í sjúkraþjálfun svo það verða ekki neinar langferðir að sinni, en bara eitthvað svona  í nærsveitirnar.
Sumarið hefur verið svo dásamlega gott að það er auðvitað orðið tímabært að Haukur fái að viðra aðeins húsbílinn og kerlingarhróið með.

Váá, ég opnaði hamingjubókina mína og við mér blasti þessi texti:

„Hvert og eitt okkar getur valið þann kost
að eyða því sem eftir er ævinnar í gleði og hamingju
jafnvel þótt það sé bara í eina einustu mínútu. „

Já, nú er bara að bíta á jaxlinn og drífa í hlutunum því hamingjan bíður ekkert á meðan við sitjum og látum okkur leiðast.

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra í þetta skiptið.  Sendi bara góðar kveðjur í allar áttir.

 

This entry was posted in Helstu fréttir., Ýmislegt. Bookmark the permalink.

6 Responses to Bara að láta vita…..

  1. Dóra Þórsd. says:

    Gott að heyra að allt er í rétta átt, góða ferð í fríið Didda mín 🙂

  2. þórunn says:

    Þetta eru góðar fréttir, mér finnst um að gera að þið drífið ykkur eitthvað á húsbílnum, þið hafið bæði gott af því. Bestu kveðjur frá okkur Palla.

  3. Ragna says:

    Takk, Takk. Einhver misskilningur á ferð hjá mér því ég stóð í þeirri trú að við værum bara að leggja í hann, en líkleg verður það ekki fyrr en í lok vikunnar því enn er verið að gera bílinn klárann og svoleiðis.

  4. Hafdís Baldvinsdóttir says:

    Innilegar hamingjuóskir með þetta Ragna. Auðvitað drífið þið ykkur eitthvað á húsbílnum í sumarsælunni.
    Bestu kveðjur

    Hafdís B.

  5. Guðlaug Hestnes says:

    Gott að heyra mín kæra. Orkan er eitthvað sem kemur ekki eins og Barbapabbi hafi komið þar við sögu. Hvílast vel, borða vel og hugsa fallega og fara í ferðalög.Mér líður ótrúlega vel í 43 stiga hita……eða þannig með kærri úr CA.

  6. Katla says:

    Hef heyrt að hamingjan sé vandfundinn en ég held einmitt að hún sé auðfundinn, maður býr hana nefninlega til sjálfur. Hafðu það gott mín kæra.

Skildu eftir svar