Er þetta hún Jara mín ! hrópaði ég upp þegar ég sá þessa mynd í Fréttablaðinu í dag. Hún er ein af englunum á brjóstamóttöku skurðdeilda Landspítalans. Starfsfólkið sem ég hef kynnst á þessari deild flokka ég sem engla. Betra samheiti hef ég ekki getað fundið þessu yndislega góða fólki sem vill allt fyrir mann gera og er vakandi yfir allri velferð manns. Þau eru svo hlý og alúðleg og brosandi andlit þeirra og allt viðmót, hvort heldur er hjúkrunarfólksins eða læknisins, er ég alveg viss um að hefur lækningamátt.
Eins og þetta fólk er störfum hlaðið alla daga og skurðlæknirinn á hlaupum, ýmist í aðgerðum eða að hitta okkur “á ganginum góða” þá er viðmótið alltaf eins, klapp á öxl og bros.
Ég held ég hafi hælt þeim áður hérna á síðunni minni, kannski oft og mörgum sinnum og allir sem ég þekki vita hvað mér þykir vænt um þetta fólk, en þar sem góð vísa verður aldrei of oft kveðin þá mátti ég til með að setja hérna inn mynd af henni Jöru og link á vefinn sem hún talar um. Þetta er mjög gagnlegur og góður vefur sem vel er unninn og fylgt eftir.
Hérna er myndin af henni Jöru og
Svo er hérna vefurinn þeirra, sem þau unnu í sjálfboðavinnu – Það er þeim líkt:
Leave a Reply