Fréttapistill 2 úr Heilsustofnun.

Eftir rólega viku þá er allt í einu allt að fara í gang. Ég fékk fyrsta nuddið og fyrstu sjúkraþjálfunina í morgun og á að mæta aftur í fyrramálið. Nú er búið að plástra vinstri hliðina á mér og vonandi dugar það á bjúginn undir hendinni – Hálsinn er aftur á móti sér kapituli – ég má ekkert gera sem reynir neitt á hann og sjúkraþjálfararnir ekki heldur. Þetta skýrist nú allt betur innan tíðar og ég á pantaðan tíma hjá Aroni Björnssyni þegar ég verð komin heim aftur og þá skýrist allt enn betur. Það verður fínt að vera komin á betra ról að öðru leyti þá.  Það er kannski ekkert skrýtið að manni versni fyrstu dagana – ég er örugglega ekkert ein um það

Það er verið að vinna hérna á ganginum allan daginn og óspart verið að bora í veggina hérna í kringum mig  með tilheyrandi hávaða, allt í gangi vegna vegna nýrrar vatnsleiðslu .Þær í hjúkruninni vilja allt fyrir mig gera og ég er komin í mun betra rúm. Svo hef ég verið að fá bakstra og hvíld í Lacyboystól inni í hvíldarherbergi og það er dásamlegt .

Nú er ég farin að kynnast aðeins fólkinu á staðnum, svona þeim sem maður kærir sig um og langt frá því að mér leiðist, því meðferð og hvíld til skiptis er besta blandan til að byrja með. Í kvöld er kvöldvaka,  en ég fór bara í náttföt og sleppti henni.

Um helgina fer ég heim því ég á að hitta lækni á LSH á mánudagsmorgun og sama dag á að kistuleggja hana Ástu sem var með okkur í saumaklúbb öll árin frá 1964. Blessuð sé minning hennar Ástu okkar.  Um síðustu helgi fékk ég þær döpru fréttir að að í þetta skiptið yrði líklega lítil von um bata hjá henni eftir mjög erfið og löng veikindi og aðfararnótt mánudagsins var hun öll. Við höfum verið nokkrar saman í saumó  í öll þessi ár án þess að nokkurn tíman hafi komið upp leiðindi á milli okkar – 49 ár á þessu ári.  Við eigum eftir að sakna Ástu sárt.

Ég læt hér staðar numið í bili – tek mig kannski til í næstu viku og set aftur inn smá pistil. Ég get bara ekki alveg hugsað á þessa litlu tölvu og hef ekki lausa mús svo þetta er sjálfsagt allt meira og mina bjagað.
Bless í bili og kær kveðja úr Heilsustofnun.

This entry was posted in Helstu fréttir., Ýmislegt. Bookmark the permalink.

6 Responses to Fréttapistill 2 úr Heilsustofnun.

 1. Guðbjörg says:

  Gott að heyra að allt sé á uppleið mamma mín. Frábært að þú fékkst nýtt rúm og að það sé dekrað við þig 🙂 Aftur á móti mjög leitt að heyra með hana Ástu í saumó, man svo vel eftir henni. Blessuð sé minning hennar. Hlakka til að hitta þig um helgina, knús í hús.

 2. Katla says:

  Samhryggist þér innilega með fráfall góðrar vinkonu Ragna mín, 49 ára vinskapur er ekki sjálfgefinn. Kær kveðja.

 3. Anna Bj. says:

  Gott að heyra að þær séu farnar að dekra við þig Didda mín. Við heyrumst/sjáumst kannski hjá Sonju á laugard. e.hád. Hafðu það bara sem allra best. Kær kveðja héðan úr hífandi rokinu.

 4. Þórunn says:

  Ég votta þér samúð vergna láts vinkonu þinnar, það er erfitt að horfa á eftir góðum vinum. Við komum í mat á Heilsustofnun á miðvikudaginn en sáum þig ekki, ég vildi ekki leita þig uppi vegna þess að ég var ekki orðin góð af kvefinu. Mér skilst að Ásta mágkona mín hafi stjórnað dansi hjá ykkur eitt kvöldið, hún er þarna ásamt Halldóru dóttur sinni. Kanski rekst þú á þær einhvern daginn, þær eru kátar og hressar. Gangi þér vel, kveðja frá okkur Palla.

 5. Linda says:

  Sárt að heyra með vinkonu þína, innilegar samúðarkveðjur til þín.
  Og ég er ekki hissa á að konurnar vilji allt fyrir þig gera, þú ert svo yndisleg og geislar af góðmennsku sjálf!

  Hlýjar kveðjur til þín elsku Ragna..

 6. Ragna says:

  Þakka ykkur öllum góðar kveðjur.

Skildu eftir svar við Anna Bj. Hætta við svar