Nýtt útlit á bloggið mitt.

Ég hef verið hálf óánægð með uppsetninguna á blogginu mínu svo ég hef verið sjálf að fikta í því að breyta henni. Þetta er útkoman eftir fyrstu yfirfærslu. Ég á alveg eftir að koma í lag myndaalbúmunum, sem aldrei hafa virkað almennilega hjá mér og fleira á ég eftir að athuga – kannski þarf ég sérfræðing til að redda restinni, en kannski tekst mér sjálfri að komast í gegnum þetta.  Það er gaman ef þetta hefur tekist hjá mér einmitt á þessum degi 22. ágúst, á afmælinu hans Odds Vilbergs.
Svo vona ég bara að þetta haldist inni en verði ekki dottið út í fyrramálið 😉

oddur_og_amma

This entry was posted in Helstu fréttir.. Bookmark the permalink.

4 Responses to Nýtt útlit á bloggið mitt.

 1. Guðbjörg Oddsd says:

  Flott breytingar hjá þér. Ekki hefði ég lagt í að prófa þetta sjálf. Þessi amma rokkar sko!!
  Mér líst mjög vel á það sem komið er.

  • Ragna says:

   Takk Guðbjörg mín það vantar heldur ekkert montið hérna megin. – Það er nú ýmislegt sem á eftir að laga en það sem komið er er bara salla fínt.

 2. austurkot says:

  Sæl Ragna mín, þú þarft ekki að afsaka neitt í sambandi við þetta nýja útlit, það er stílhreint og flott. Það er um að gera að fikta við uppsetninguna, þannig finnst mér ég læra mest. Myndirnar þínar koma mjög vel út á síðunni enda eru þær allar tær snilld. Góða kveðja frá okkur Palla. Þórunn

 3. Þú ert búin að lífga virkilega mikið upp á síðuna og hún er mjög flott hjá þér. Ég er sammála Guðbjörgu, þú ert amma sem rokkar!

Skildu eftir svar