♥ Hjartað

♥ Hann Gunnar Eyjólfsson segir í Qi Gong, að það sé hjartað sem geymi tilfinningarnar en heilinn stjórni upplýsingunum.
Mitt hjartans mál er að benda á að október er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Höfum hugfast að við megum aldrei sofna á verðinum því líkami okkar er gersemi í okkar ábyrgð og umsjá og það á að vera eins sjálfsagt og að við drögum andann að viðhalda heilsu okkar eins og við best getum. Nýtum okkur þjónustu Krabbameinsfélagsins sem kallar okkur reglubundið inn í skoðun og fylgjumst svo vel með sjálf þess á milli.
Það er mikið og óeigingjarnt starf unnið fyrir okkur sem höfum greinst með brjóstakrabbamein, eins og á Brjóstadeildinni á Landspítalanum þar sem einstök umhyggja og alúð er alltaf í fyrirrúmi. Svo býður Krabbmeinsfélagið upp á svo margt til þess að gera okkur lífið léttara og betra. Ég sendi þessum aðilum  mitt hjarta í dag og einnig öllum hinum, sem ég hef ekki kynnst persónulega, en einnig leggja mikið af mörkum.  TAKK  FYRIR  MIG ♥ ♥ ♥  Gleymum ekki að kaupa BLEIKU  SLAUFUNA. ♥ og vera endalaust glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir okkur er gert 🙂

007

This entry was posted in Hugleiðingar mínar. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar