Góða helgi.

Þessi færsla verður hvorki fugl né fiskur hjá mér en samt mátti ég til með að setja nokkur orð hérna inná dagbókina mína og senda ykkur kveðju. 

Ég átti að vera í bænum á fimmtudagsmorguninn og var eins og venjulega búin að kvíða fyrir akstrinum en sá kvíði var ástæðulaus í þetta skiptið.  Mér bauðst nefnilega far í bæinn á miðvikudagskvöldið með ungum og myndarlegum herramanni og kom svo með Hauki, sem var akkúrat að klára vinnusyrpuna sína, austur á fimmtudaginn.  Veðrið á heimleiðinni á fimmtudeginum var auðvitað eins og ég hafði óttast, fyrst skafrenningur og síðan slydduél.  Æ, hvað það var nú gott að þurfa ekkert að stressa sig yfir þessum akstri.
Svo er eins gott að veðrið verði gott í næstu viku því þá er þrennt sem ég þarf að gera í bænum og auðvitað er allt á sitthvorum tímanum.

Annars er verið að tala um að koma á strætisvagnaferðium milli Reykjavíkur og Selfoss eins og þeir eru farnir að gera milli  Reykjavíkur og Akraness. Ekki veit ég nú hvernig þeir ætla að framkvæma það. Það var t.d. lokuð Hellisheiðin í morgun vegna slyss þar sem tveir bílar óku saman hvor á móti öðrum. Já þetta er að verða daglegt brauð – ekki að furða að maður sé svolítið hræddur.

Ég hef svo sem ekkert að segja núna enda hef ég skipun um halda mig frá tölvunni þessa dagana. Var bara að stelast til að skoða  og panta sumarhúsið á Jótlandi – allt frágengið.  Vonandi verð ég betur tölvufær eftir helgina.

Kæru bloggvinir mínir nú vil ég bara óska ykkur öllum

GÓÐRAR HELGAR

 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

9 Responses to Góða helgi.

  1. Svanfríður says:

    Heyrir maður þá ekkert í þér fyrr en á mánudag? Vonandi áttu góða helgi. Svanfríður

  2. Jói says:

    Smá stoðtæki
    Þessi mús gæti kannski verið eitthvað sem gerði tölvusetuna þægilegri en ella…

  3. Ragna says:

    Þakka þér fyrir Jói minn að hugsa um hvað hægt sé að gera fyrir tengdamömmu. Það er gott að vita af músunum, en sem betur fer þarf ég ekki á slíku að halda – ennþá. Nú er það bara hálskraginn og, að halda mig fjarri tölvunni – Það er bara svooo erfitt.

  4. afi says:

    Prestakragi?
    Er mín bara komin með prestakraga? Farðu vel með þig. Er ekki brýn þörf að afskrifa Árnagöngin og setja meira fjármagn í Hellisheiðina?

  5. Þórunn says:

    Góða helgi
    Nú hefur eitthvað farið framhjá mér, hálskragi, músaverkur? Vonandi átt þú góða helgi, hvílist vel og losnar við alla verki.

  6. Ragna says:

    Tölva og saumavél í smá straffi.
    Hafðu ekki áhyggjur Þórunn mín. Ég hef sem betur fer ekki lent í neinu stórvægilegu. Slitgigtin, aðallega í hálsinum hefur bara verið að hrella mig talsvert undanfarið. Þetta gengur yfir með hækkandi sól. Sjúkraþjálfarinn vill að ég spari mjög að sitja við tölvuna svo ég bara kíki á hana öðru hvoru og saumavélin er í fríi núna.

  7. Nafnlaust says:

    góða helgi
    Elsku Didda mín,

    Mig langaði bara til að óska þér góðrar helgar, ég hef áhyggjur af þér, sérstaklega ef þú hefur verið að ofkeyra þér í saumaskapnum á flotta dúknum mínum.
    Ég vona að þú hressist sem fyrst.
    þín vinkona Edda Garðars.

  8. Didda says:

    Ætla að vera orðin góð eftir helgi.
    Elsku Edda mín. Takk fyrir góðar kveðjur. Hafðu ekki áhyggjur þetta er ekki dúknum að kenna. Ég verð örugglega orðin góð eftir helgina.

  9. Linda says:

    Æji, elsku Ragna mín..
    þú átt alla mína samúð.. og ekki bara út af hálskraganum, heldur líka yfir að hafa verið sett það fyrir að láta tölvuna eiga sig.. úfff..
    veit svei mér ekki hvar ég væri ef ég mætti ekki snerta tölvu í einhverja daga.. Hún er orðin allt of stór hluti af lífi mínu, og ég gæti bara alls ekki verið án hennar..
    Það er samt gaman að sjá að þú kíkir annað slagið inn þrátt fyrir bannið..thíhíhí.. En þú verður að fara varlega svo sjúkraþjálfarinn beisli þig bara ekki niður í stól ef þú hlýðir ekki skipunum hans.. Þá færi ástandið úr vondu í verra..
    Hafðu það gott Ragna mín og farðu vel með þig..

Skildu eftir svar við Jói Hætta við svar