Þagnarskylda

Þurfa ekki allir að taka höndum saman og stöðva flutning á fíkniefnum til landsins. Það er hræðilegt að heyra hvernig þessi efni fara með fólk og ekki síst æskufólkið okkar sem er í mikilli hættu.  Maður heyrir að unglingar geti náð í eiturlyf á næstu götuhornum. Þetta er nokkuð sem maður bara vill ekki trúa, en því miður er þetta víst satt.

Það hefur mikið verið talað um þagnarskyldu lækna á slysadeild í sambandi við þá sem koma til þeirra með fulla þarma af fíkniefnum og hafa áhyggjur af heilsu sinni.  Sitt sýnist hverjum um það hvort læknum beri að virða þagnarskyldu sína eða gera lögreglu viðvart. Í dag virða þeir þagnarskyldu sína í svona málum.

Ég bara spyr. Ef þessir glæpamenn – eins og ég kýs að kalla þessi burðardýr – ganga að því vísu að  ef eitthvað óvænt kemur uppá í sambandi við heilsuna í svona smyglferðum þá njóti þeir bestu  læknishjálpar hérna heima og það sem meira er enginn fái að vita um neitt. Svo gangi bara betur í næstu ferð. 

Er hægt að hafa samúð með þeim sem sjálfviljugir gerast burðardýr með fíkniefni

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar