Eftir góða nótt býður maður vitaskuld góðan dag.

Það er hvasst úti og svona hvorki né veður. Stundum fagnar maður svona dögum sem ekki toga í mann að verða að fara eitthvað af því veðrið sé svo fallegt.

Svo fer maður út í bíl og fer bara eitthvað af því veðrið er svo gott og oftar en ekki reynist veðrið síðan bara vera gluggaveður og þegar komið er út úr bílnum t.d. í miðbænum er þar bálhvasst og kuldi því það fylgir jú yfirleitt Nei, það er einmitt svo gott að fá svona daga inn á milli sem eru alveg hlutlausir og gera það jafnan að verkum að mann langar bara til þess að vera heima í rólegheitunum..

This entry was posted in Hugleiðingar mínar, Ýmislegt. Bookmark the permalink.

Skildu eftir svar