Núna þegar kominn er sá tími sem öll barnabörnin mín, nema Oddur Vilberg eiga afmæli, þá er vorið að koma þrátt fyrir snjó á jörðu og kuldabola, sem á það ennþá til að bíta mann smávegis. Sólin hækkar á lofti dag frá degi og gefur þannig til kynna hvað við eigum í vændum.
Nafna mín er búin að eiga afmæli og í dag á hún Karlotta mín afmæli. Hún kom að norðan um s.l. helgi til þess að vera vinnuhelgi með öðrum keppendum í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer laugardaginn 5. apríl og mikið er ég fegin að RUV sendir beint, bæði af forkeppninni klukkan 13:00 og aðalkeppninni klukkan 20:30
Já svona líður tíminn. Enn eru nokkur afmæli eftir í fjölskyldunni áður en vorar alveg og síðan boð í nokkrar fermingrveislur. Það er ekki hægt að segja að það sé nein lognmolla yfir marz/apríl á þessu heimili, svo mikið er víst. Alltaf svo skemmtilegur tími.
Leave a Reply