Ananas – Ostakakan

 

 

Það sem þarf í Ananasostaköku:

ca. 16 kökur Digestive kex

100 gr. Smjör

1 msk. sykur

250 gr. Rjómaostur

1 Sítróna (safinn)

1  pk. Sítrónuhlaup(e.t.v. meira, ef það er Royal) JELLY

1 bolli soðið vatn
1/2 dós Ananaskurl
1 peli Rjómi. 

___________________________________ 

 

Verkskiptingin:

1) Ca. 16 kökur Dejestive kex
100 gr. Smjör

1 msk. sykur.

 

2) 1 bolli heitt vatn
1 pakki sítrónuhlaup (TORO) eða
ath. að setja 2 pakka af Royal Jello
___________________ 
______________

3. 250 gr. rjómaostur  

  1 bolli sykur

Safi úr einni sítrónu.

____________________________________ 

 

4. ½ dós ananaskurl (ekki allan safann) 1 peli þeyttur rjómi.

Aðferðin:

1) Kexbotninn:
Smjörið brætt í potti, blandað saman við mulið kexið, sett í kökumót og látið kólna.

2) Ostamixið :

A) Byrja á því að blanda sítrónuhlaupið og einn bolla af heitu vatni. Geyma á meðan hinu er hrært saman.

 

B. Hræra vel saman  rjómaostinn, sykurinn og sítrónusafann og blanda síðan sítrónuhlaupinu smám saman út í. 

C) Ananaskurlinu bætt í og síðast þeyttum rjómanum.

 

Þessu er síðan hellt (eða ausið) yfir kexbotninn  og látið stífna í ísskáp. 

Það er í lagi að FRYSTA  þessa ostaköku, en láta hana þiðna í ísskáp í svona 2 – 3 tíma og setja hana þá á borðið.  

 

Ath. Toro hlaupið hefur ekki verið til undanfarið og Royal hlaupið sem fæst virðist ekki þykkja eins vel. Ef kakan á að vera vel stíf þarf að nota meira af hlaupi.

 

Ég gerði t.d. þrefalda uppskrift fyrir stóra veislu og notaði þá 4 pakka af Jelló í 3 kökur