Frómas tengdamömmu

Frómas tengdamömmu

 

Efni:
3 egg
1 peli rjómi
ca. 1 bolli sykur
½ dós ávextir
aðeins sítrónusafi
6 plötur matarlím

Þessi uppskrift er mjög góð sem eftirréttur og einnig tilvalin sem fylling í tertur. Hægt er að setja hvaða niðursoðna ávexti sem er.

Aðferð:
Undirbúningurinn:
Rjóminn þeyttur, eggjahvítur þeyttar. Matarlímið lagt í bleyti og brætt (í örbylgjuofni í aðeins örfáar sekúndur. Fylgjast vel með að límið bráðni, en verði ekki of lengi).

Samsetningin:
1) Sykur og eggjarauður þeytt vel saman.
2) Safanum af ávöxtunum blandað í.
3) Matarlíminu, sem nú á að vera við
    líkamshita, hellt varlega saman við.
4) ávextirnir látnir út í þegar blandan með
    líminu fer að þykkna aðeins.
5) Síðast er rjómanum og stífþeyttum
    eggjahvítunum blandað varlega
    samanvið.