Kartöflugratín

 

1 kg. Flysjaðar kartöflur
250 ml. Mjólk
4 msk. Smjör
2 egg – aðskilin
Hnífsoddur múskat
Pipar og salt
100 gr. Rifinn ostur
2 msk. Söxuð steinselja til skrauts
Kartöflurnar soðnar og stappaðar á meðan þær eru enn heitar. Mjólkin hituð  og smjörið látið bráðna í mjólkinni. Þessu hellt saman við kartöflurnar. Eggjarauðunar hrærðar og osti hrært saman við. Salt og pipar eftir smekkk. Eggjahvíturnar stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við. 
Ofninn hitaður í 175°.
Látið í ofnfast mót og bakað í 15 – 20 mín. 
Steinselju stráð yfir.