Kleinur, besta uppskriftin mín.

 

Efni:

 

4 egg
1 ½ bolli sykur
150 gr. Smjörlíki
1 ½ bolli súrmjólk
1 ½ bolli mjólk
½ tsk. Salt
1 ½ tsk. Kardemommur
2 – 3 tsk. Vanilludropar
4 tsk. Lyftiduft
½ tsk. Hjartarsalt
½ tsk. Sódaduft.
Hveiti eftir þörfum.

 

Aðferð:

 

Egg og sykur þeytt saman
Bræddu smjörlíki bætt í
Súrmjólk og mjólk, salti, kardemommum og vanilludropum bætt út í.

Síðan kemur lyftiduft, hjartarsalt og sódaduft og þar næst er hveiti hrært saman við þangað til réttri þykkt á deiginu er náð.

Athugasemd mín til þeirra sem eru að baka kleinur í fyrsta sinn:

Fyrst þegar ég bakaði þessa uppskrift þá byrjaði ég með deigið aðeins of þunnt og lenti í vandræðum en það er um að gera að setja bara nógu mikið hveiti til að deigið klessist ekki og fletja það ekki of þunnt út.
Athuga líka að hræra það ekki of mikið eftir að hveitið er sett í til þess að kleinurnar verði ekki og seigar.

Þess virði að prufa. Svo steiki ég þær úr Plöntufeiti.